Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   mið 25. maí 2011 21:54
Elvar Geir Magnússon
Valitor-bikarinn - Úrslit: Valur og Þróttur áfram eftir framlengingu
Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði gegn Kjalnesingum.
Þórarinn Ingi Valdimarsson skoraði gegn Kjalnesingum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eyjamenn fagna fyrsta marki sínu.
Eyjamenn fagna fyrsta marki sínu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Örvar Arnarsson, leikmaður Kjalnesinga.
Örvar Arnarsson, leikmaður Kjalnesinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ian Jeffs skallar knöttinn.
Ian Jeffs skallar knöttinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Öllum tíu leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Valitor-bikars karla er nú lokið og úrslitin voru að mestu eftir bókinni.

Valur lagði Víking Ólafsvík í framlengingu og Þróttur kláraði ÍR einnig í framlengdum leik.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu sem má sjá hér að neðan en nánari umfjöllun og viðtöl koma á Fótbolta.net síðar í kvöld.

Valur 2 - 1 Víkingur Ó.
1-0 Jón Vilhelm Ákason ('12)
1-1 Brynjar Kristmundsson ('43)
2-1 Haukur Páll Sigurðsson ('115)

ÍR 1 - 3 Þróttur R.
1-0 Karl Brynjar Björnsson
1-1 Sveinbjörn Jónasson
1-2 Sveinbjörn Jónasson
1-3 Hjörvar Hermannsson
Rautt spjald: Chris Vorenkamp, ÍR ('80)

Berserkir 1 - 3 Fram
0-1 Tómas Leifsson
0-2 Guðmundur Magnússon
1-2 Kristján Andrésson
1-3 Guðmundur Magnússon

Stjarnan 0 - 3 KR
0-1 Viktor Bjarki Arnarsson ('45)
0-2 Dofri Snorrason ('65)
0-3 Viktor Bjarki Arnarsson ('71)

Fjölnir 1 - 0 Selfoss
1-0 Viðar Guðjónsson
Rauð spjöld: Kristinn Freyr Sigurðsson, Fjölnir ('47) - Babacar Sarr, Selfoss ('66)

KA 1 - 2 Grindavík
0-1 Michal Pospisil
0-2 Michal Pospisil
1-2 Hallgrímur Mar Steingrímsson

Haukar 2 - 0 KF
1-0 Grétar Atli Grétarsson
2-0 Hilmar Emilsson
Rautt spjald: Ragnar Hauksson, KF (20.)

Njarðvík 0 - 1 HK
0-1 Orri Sigurður Ómarsson



21:42 Valsmenn eru komnir áfram. Unnu í framlengdum leik.

21:40 MARK! ÍR 1-2 Þróttur
Þróttarar nýta sér liðsmuninn í framlengingunni og eru að leggja Breiðhyltinga.

21:35 MARK! Valur 2-1 Víkingur Ó.
Haukur Páll Sigurðsson sem kom inn sem varamaður í leiknum er hér að skora á 115. mínútu! Skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Guðjóns Péturs Lýðssonar. Valsmenn verið mun hættulegri í framlengingunni.

21:33 Sjö mínútur eftir af framlengingunni á Valsvellinum. Valur náði að koma knettinum í netið rétt áðan en rangstaða var dæmd. Engin tíðindi borist úr Breiðholtinu.

21:28 Enn og aftur er Einar Ólafsvíkurmarkvörður að verja. Matthías Guðmundsson slapp einn í gegn en Einar fór út úr marki sínu og varði hreint frábærlega.

21:23 Fyrri hálfleik framlengingar lokið á Valsvellinum og staðan enn 1-1. Einar Hjörleifsson, markvörður Víkings Ólafsvíkur, hefur verið besti maður vallarins.

Twitter: Ómar Ingi
Gæti ekki verið stoltari af litla bró @orrisigurdur að skora sigurmark #HK í 32-liða í Valitor-bikar #aðeins16ára #ennígrunnskóla #fotbolti

21:14 Það er ekki bara framlengt á Valsvellinum heldur líka á ÍR-velli þar sem ÍR og Þróttur eigast við. Einum fleiri náðu Þróttarar að jafna í uppbótartíma venjulegs leiktíma.

21:12 Einar Hjörleifsson, markvörður Víkings Ólafsvíkur, ver vítaspyrnu Vals! Brotið var á Sigurbirni Hreiðarssyni og Erlendur Eiríksson dæmdi víti. Guðjón Pétur Lýðsson fór á punktinn en vítabaninn Einar Hjörleifsson náði að verja! Þvílíkt og annað eins.

21:07 Staðfestar lokatölur í Grafarvoginum. Fjölnir vann Selfoss 1-0. Sanngjörn úrslit samkvæmt okkar manni þar.

21:06 Chris Vorenkamp, leikmaður ÍR, fékk rautt spjald á 80. mínútu gegn Þrótti. Breiðholtsliðið samt sem áður enn yfir í þeim leik.

21:04 Framarar komust áfram þrátt fyrir enga stjörnuframmistöðu gegn baráttuglöðum Berserkjum. Leik líka lokið í Njarðvík þar sem HK fór með sigur af hólmi.

21:03 Það er framlengt á Hlíðarenda. 1-1 eftir venjulegan leiktíma.

20:56 85 mínútur á klukkunni á Valsvellinum. Ingólfur Sigurðsson með skot eftir slæm varnarmistök Hilmars Þórs Hilmarsson en boltinn naumlega framhjá. Ekki óskastaða fyrir Val ef leikurinn fer í vítaspyrnukeppni þar sem markvörður Ólafsvíkinga, Einar Hjörleifsson, er einn allra mesti vítabani landsins.

20:55 Styttist í annan endann á flestum leikjunum allavega. Selfoss að sækja í sig veðrið í Grafarvogi, nóg af færum og Jón Daði Böðvarsson átti frábæran skalla sem var vel varinn.

20:53 MARK! KA 1-2 Grindavík
Hallgrímur Mar Steingrímsson hefur minnkað muninn fyrir KA. Hann fékk boltann á fjær, lyfti í fyrsta yfir varnarmann og klippti boltann í hornið nær.

20:51 MARK! KA 0-2 Grindavík
Pospisil kominn með sitt annað mark í Boganum. Grindvíkingar á leið í 16-liða úrslitin.

20:50 MARK! Berserkir 1-3 Fram
Guðmundur Magnússon hefur bætt við marki fyrir Framara. Potaði boltanum inn eftir hornspyrnu. Þar fer draumurinn hjá Berserkjum.

20:48 HK-ingar eru að vinna sigur í Njarðvík. Við höfum loks fengið upplýsingar um markaskorara en það var sextán ára strákur, Orri Sigurður Ómarsson.

20:45 MARK! Berserkir 1-2 Fram
Kristján Andrésson varamaður hefur minnkað muninn fyrir Berserki gegn Fram. Það skyldi þó aldrei gerast...?

20:44 MARK! Stjarnan 0-3 KR
Viktor Bjarki búinn að gera út um leikinn í Garðabænum með sínu öðru marki. Ingvar í markinu átti að gera betur í þessu marki.

20:40 Orðið jafnt í liðum í Grafarvoginum. Babacar Sarr með annað gult spjald = rautt. Fékk annað eftir tæklingu. Hann náði boltanum, rétt eins og í fyrra gula spjaldinu, en var samt rekinn af velli samkvæmt okkar manni á staðnum.

20:38 MARK! Stjarnan 0-2 KR
KR-ingar að klára Stjörnuna. Dofri Snorrason skoraði á 65. mínútu. Hann og Guðjón Baldvinsson sluppu tveir gegn einum, Guðjón renndi boltanum á Dofra sem vippaði honum yfir Ingvar markvörð.

20:36 MARK! Berserkir 0-2 Fram
Guðmundur Magnússon hefur komið Fram tveimur mörkum yfir í Berserkjahrauni. Skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Sam Tillen.

20:35 MARK! Njarðvík 0-1 HK

20:33 Hörður Sveinsson farinn af velli hjá Val og einnig Andri Fannar Stefánsson. Markaþurrð Harðar heldur áfram. Sigurbjörn Hreiðarsson og Matthías Guðmundsson komnir inn. Jafnræði í leiknum sem stendur. 63 á klukkunni.

20:27 Ólafsvíkingar óheppnir að komast ekki yfir á 55. mínútu. Þorsteinn Már fékk langa sendingu upp völlinn, hljóp varnarmann Valsara af sér og komst einn á móti Haraldi. Renndi boltanum snyrtilega framhjá Haraldi en boltinn fór rétt framhjá.

20:25 MARK! Berserkir 0-1 Fram
Framarar ná forystunni gegn Berserkjum. Berserkjum þótti Safamýrarliðið fá ódýra aukaspyrnu á miðjunni og eftir hana nær Tómas Leifsson góðum einleik og kemur Fram yfir. Þorvaldur Örlygsson getur farið að anda léttar.

20:23 Kristinn Freyr Sigurðsson, leikmaður Fjölnis, fær sitt annað gula spjald í Grafarvogi og rekinn af velli. Var ekki sáttur og kýldi í vegg í leið að búningsklefanum. Fjölnir með 1-0 forystu þar en Selfyssingar orðnir manni fleiri.

20:19 Á Akureyri hefur KA sótt í sig veðrið og Grindavík treystir á langar spyrnur. Akureyrarliðið líklegra sem stendur en gestirnir.

Twitter: Magnús Sigurbjörnsson
Einn harðasti Valsarinn i stúkunni er ekki sáttur með sína menn. #fotbolti Sjá mynd

Twitter: Hjörtur Davíðsson
væri snilld ef Fram myndi detta út í kvöld , yrdi skemmtilegt viðtal eftir leik #Berserkir #fótbolti #nojinx

Twitter: Ólafur Páll Johnson
Eðlilegt að Viktor Bjarki sé kominn með þrjú skallamörk á tímabilinu #tomá?skuhravý #gullskallinn #þómeðhár #fotbolti

20:14 MARK! Haukar 2-0 KF
Það er svo mikið að gera hérna að ég gleymdi að segja ykkur frá því að 11 Haukar komust í 2-0 gegn 10 KF-mönnum. Hilmar Rafn Emilsson skoraði það mark en í sókninni á undan var KF hársbreidd frá því að jafna þegar boltinn fór í slá!

20:06 Athyglisvert en staðfest. Staðan í leik Berserkja og Fram er markalaus í hálfleik! Framarar mun meira með boltann í fyrri hálfleik og hafa átt nokkur skot en annars hefur Safamýrarliðið ekki verið að gera góða hluti gegn 3. deildarliðinu.

20:05 Úrslitin hafa verið staðfest úr þeim leikjum sem hófust klukkan 18. ÍBV vann 3-0 sigur á Kjalnesingum og BÍ/Bolungarvík vann fyrirhafnarlítinn sigur á Reyni Sandgerði.

20:04 MARK! ÍR 1-0 Þróttur
Það er 1. deildarslagur í Breiðholtinu þar sem Karl Brynjar Björnsson hefur komið heimamönnum í ÍR yfir gegn Þrótti.

20:03 MARK! Stjarnan 0-1 KR
Viktor Bjarki Arnarsson hefur komið KR yfir gegn Stjörnunni rétt í lok fyrri hálfleiks. Viktor Bjarki skoraði með skalla eftir fyrirgjöf frá Óskari Erni Haukssyni.

19:49 MARK! Valur 1-1 Víkingur Ólafsvík
Brynjar Kristmundsson jafnar fyrir Ólafsvíkinga beint úr aukaspyrnu á 43. mínútu. Stórglæsilegt mark hjá bakverðinum unga. Þessi staða er fyllilega verðskulduð. Ólafsvíkingar verið frábærir eftir að Valur komst yfir.

19:58 Selfyssingum hefur gengið bölvanlega að skapa sér eitthvað í Grafarvoginum. Fjölnir enn einu marki yfir þar.

19:55 Víkingur Ólafsvík hefur verið mikla betra eftir að Valur komst yfir. Ólafsvíkingar eiga skilið að jafna fyrir hlé. Hafa verið að spila mjög vel. Brynjar Kristmundsson átti skot beint úr aukaspyrnu sem fór naumlega framhjá.

19:51 MÖRK! BÍ/Bolungarvík 5-1 Reynir
Skástrikið að slátra Sandgerðinum. Okkar maður fyrir vestan náði ekki sambandi við okkur en BÍ/Bolungarvík er að vinna 5-1. Sá leikur að klárast. Markaskorara má sjá hér að ofan.

19:48 Selfyssingar meira með boltann í Grafarvoginum en eru ekki mikið að skapa sér. Fjölnismenn klúðruðu dauðafæri til að komast tveimur mörkum yfir. Styrmir Árnason vann boltann af Auðuni Helgasyni klaufagang í vörn Selfoss en klúðraði einn á móti markmanni eftir góða markvörslu frá Jóhanni Ólafi.

19:46 MARK! Haukar 1-0 KF
Grétar Atli Grétarsson hefur komið Haukum yfir gegn KF með skalla eftir aukaspyrnu Hilmars Trausta Arnarssonar. Haukar einum fleiri þar.

19:45 Eftir mark Valsmanna hafa Ólafsvíkingar sýnd lipur tilþrif og ógnað marki heimamanna. Þorsteinn Már Ragnarsson hefur sýnt góð tilþrif enda leikmaður á úrvalsdeildarklassa. Birgir Hrafn Birgisson átti fína skottilraun áðan en Haraldur Björnsson varði.

19:43 Rautt spjald á Ásvöllum. Ragnar Hauksson, sóknarmaður KF, fær beint rautt spjald fyrir olnbogaskot á 20. mínútu. Ansi erfiður leikur fyrir gestina framundan.

Twitter: Hjalti Þór Hreinsson
Orri Freyr fer á YouTube fyrir þetta klúður. Einn gegn opnu marki. Hitti ekki boltann. Aleinn. #klúður #fotbolti #Gritöluvertbetri

19:38 MARK! Kjalnesingar 0-3 ÍBV
Eyjamenn að ganga frá utandeildarliðinu núna. Ian Jeffs að skora þriðja mark ÍBV.

19:35 Stjörnumenn björguðu á línu gegn KR. Guðjón Baldvinsson nálægt því að skora gegn sínu fyrrum félagi.

19:33 MARK! KA 0-1 Grindavík
Grindavík hefur náð forystunni verðskuldað gegn KA í Boganum. Grindvíkingar byrja miklu mun betur og Michal Pospisil skoraði.

19:32 MARK! Fjölnir 1-0 Selfoss
Viðar Guðjónsson skorar fyrir Fjölni. Hann skoraði eftir umdeilda aukaspyrnu sem fór inn á teiginn og hafnaði í netinu eftir atgang þar, en Jóhann Ólafur markvörður Selfyssinga var í boltanum.

19:30 MARK! Valur 1-0 Víkingur Ó.
Jón Vilhelm Ákason kom Val yfir gegn Ólafsvíkingum með fyrsta markskoti leiksins. Hann átti skot rétt fyrir utan vítateigslínuna og skoraði gott mark.

19:27 MARK! Kjalnesingar 0-2 ÍBV
Yngvi Borgþórsson hefur komið Eyjamönnum í tveggja marka forystu gegn ÍBV. Eyjamenn fengu vítaspyrnu hjá Þórði Má Gylfasyni dómara en stuðningsmenn Kjalnesinga voru ekki sáttir við dóminn. Spyrnan frá Yngva var varin en hann hirti frákastið og skoraði. Kjalnesingar náðu skoti áðan en hafa annars ekkert náð að ógna Eyjamönnum.

19:20 Það er góð mæting hjá stuðningsmönnum Ólafsvíkinga á leikinn hér á Hlíðarenda. Þetta fer rólega af stað. Brynjar Kristmundsson, bakvörður Víkinga, er með skemmtilegt tagl.

19:18 Áhorfendur á leik Berserkja og Fram eru 25 segir Alexander Freyr, okkar maður á staðnum.

19:07 Athyglisvert að staðan í leik utandeildarliðs Kjalnesinga og ÍBV er aðeins 0-1. Eyjamenn sallarólegir. Bendum fólki enn og aftur á að nota #fotbolti ef það skrifar færslur um bikarleikina á Twitter.

Twitter: Friðjón Gunnlaugsson
Í Safamýrinni á Kjalarnes vs ÍBV. Ekki að sjá í fyrri hálfleik hvort liðið er í efstu deild og hvort í utandeild. #fotbolti

Twitter: Hjalti Þór Hreinsson
Hér er útsýnið úr blaðamannastúkunni í Boganum: Sjá mynd #frábært #vantarkaffilíka #stepupyourblaðamannastúka

19:00 Hér má síðan sjá leikskýrslur úr öðrum leikjum: ÍR - Þróttur, KA - Grindavík, Njarðvík - HK og Haukar - KF.

18:53 Hér má sjá byrjunarliðin í viðureign Stjörnunnar og KR. Ingvar í marki Garðabæjarliðsins og Diogo byrjar hjá KR.

Byrjunarlið Stjörnunnar: Ingvar Jónsson (m), Jóhann Laxdal, Björn Pálsson, Daníel Laxdal (f), Halldór Orri Björnsson, Nikolaj Hagelskjaer Pedersen, Hörður Árnason, Þorvaldur Árnason, Jesper Holdt Jensen, Baldvin Sturluson, Hafsteinn Rúnar Helgason.

Byrjunarlið KR: Hannes Þór Halldórsson (m), Grétar Sigfinnur Sigurðarson, Bjarni Guðjónsson (f), Skúli Jón Friðgeirsson, Baldur Sigurðsson, Kjartan Henry Finnbogason, Óskar Örn Hauksson, Dofri Snorrason, Viktor Bjarki Arnarsson, Guðjón Baldvinsson, Jordao Diogo

18:45 MARK! BÍ/Bolungarvík 2-1 Reynir
Það er aftur kominn leikur fyrir vestan. Þorsteinn Þorsteinsson hefur minnkað muninn fyrir Reyni en hann slapp einn í gegn.

Twitter: Guðni Þ. Guðjónsson
Diogo í startinu núna er ég orðinn spenntur að sjá leikinn #valitor #hraðlestin #fotbolti

18:43 Hér má sjá byrjunarlið Vals og Víkings Ólafsvík. Ingólfur Sigurðsson og Stefán Eggertsson fá tækifæri í byrjunarliði Hlíðarendaliðsins í kvöld.

Byrjunarlið Vals: Haraldur Björnsson (m), Stefán Jóhann Eggertsson, Halldór Kristinn Halldórsson, Atli Sveinn Þórarinsson (f), Pól Jóhannus Justinussen, Rúnar Már S Sigurjónsson, Hörður Sveinsson, Guðjón Pétur Lýðsson, Jón Vilhelm Ákason, Andri Fannar Stefánsson, Ingólfur Sigurðsson.

Byrjunarlið Víkings Ó: Einar Hjörleifsson (m), Helgi Óttarr Hafsteinsson, Birgir Hrafn Birgisson, Þorsteinn Már Ragnarsson (f), Edin Beslija, Heiðar Atli Emilsson, Hilmar Þór Hilmarsson, Alfreð Már Hjaltalín, Eldar Masic, Brynjar Kristmundsson, Artjoms Goncars.

18:36 Nokkuð miklar breytingar sem Þorvaldur Örlygsson gerir á liði Fram frá síðasta leik. Framarar eiga leik gegn varaliði Víkings, Berserkjum, og fer leikurinn fram á gervigrasi Víkinga.

Byrjunarlið Fram: Ögmundur Kristinsson (m), Kristján Hauksson, Jón Gunnar Eysteinsson, Samuel Lee Tillen, Hjálmar Þórarinsson, Hlynur Atli Magnússon, Andri Júlíusson, Alan Lowing, Guðmundur Magnússon , Jón Guðni Fjóluson, Tómas Leifsson.

18:33 Skýrslan í leik Fjölnis og Selfyssinga er komin inn á vefinn og má sjá hana með því að smella hérna.

18:24 ,,Ball possession er svona 90% - 10%" segir okkar maður fyrir vestan. BÍ/Bolungarvík með algjöra yfirburði gegn Reyni.

18:19 MÖRK! BÍ/Bolungarvík 2 - 0 Reynir S.
Það er stuð í þessu. Skástrikið í góðum málum gegn Reyni Sandgerði og er strax komið í 2-0. Vinstri bakvörðurinn Kevin Brown með bæði mörkin og þau voru keimlík. Hann skoraði bæði af stuttu færi eftir hornspyrnur. Reynismenn ekki að fara neina frægðarför vestur.

18:17 MARK! Kjalnesingar 0-1 ÍBV
Eyjamenn eru komnir yfir gegn Kjalnesingum. Já ég held að þessi tíðind komi ekki mörgum á óvart. ,,Ég vildi að ég gæti sagt að þetta væri gegn gangi leiksins, en svo er ekki," segir okkar maður á staðnum.

18:12 Hamar frá Hveragerði varð í gær fyrsta liðið til að komast áfram í16-liða úrslitin með góðum 2-0 sigri á KFS frá Vestmannaeyjum. Hamar fer sérstaka leið áfram þar sem liðið tapaði fyrst fyrir Létti í bikarnum en Léttisliðið tefldi fram ólöglegum leikmanni og leikurinn dæmdur því tapaður.

18:10 Ég er mættur á Vodafone-völlinn þar sem Valur mætir Víkingi Ólafsvík. Erlendur Eiríksson, málarameistari og stórdómari, er á vellinum í þessum skrifuðu orðum að skoða aðstæður. Það er sól sem stendur en blæs aðeins.

18:07 Það má ekki gleyma leik Berserkja og Fram á gervigrasinu í Víkinni. Þar ættu Framarar að ná í sinn fyrsta sigur í sumar gegn varaliði Víkings sem leikur í 3. deild. En gleymum því ekki að allt getur gerst í þessum blessaða bikar!

Twitter: Pétur K. Kristinsson
Sóðalegur leikur í Berserkjahrauni (platgras Víkings) í kvöld. Spái 2-1 sigri Berserkja þar sem @EinarGudna skorar tvö. #fotbolti #snilld

18:03 Nú ættu leikirnir tveir klukkan 18 að vera farnir af stað. Leikur KA og Grindavíkur verður klukkan 19:15 og það er strax komin Twitter-færsla úr klefanum hjá KA! Algjör sómi það.

Twitter: Guðmundur Óli Steingrímsson, leikmaður KA
@elvarpall @hafthorthrastar einbeittir fyrir leik #focus #valitorbikarinn #fotbolti Sjá mynd

17:35 Ef þið skrifið færslur um bikarleikina á Twitter hvet ég ykkur til að nota hashtagið #fotbolti því valdar færslur verða birtar hér í textalýsingunni!

17:30 Það eru margir flottir leikir í kvöld. Tvö sterkustu lið 1. deildar, Fjölnir og Selfoss, eigast við. KA og Grindavík mætast í Boganum. Valur leikur gegn Víkingi Ólafsvík og svo er innbyrðis leikur milli tveggja liða í Pepsi-deildinni þar sem Stjarnan og KR mætast.

Þessi tvö lið áttust við um helgina í deildinni og endaði sá leikur með jafntefli 1-1. Það verður ekkert jafntefli í kvöld því leikið verður til þrautar um sæti í 16-liða úrslitum. Sagan segir að Ingvar Jónsson verði í marki Stjörnunnar í kvöld en hann meiddist stuttu fyrir mót og Magnús Karl Pétursson staðið í rammanum. Ingvar er efnilegur markvörður sem kom frá Njarðvík í vetur.

17:26 Fyrir þau ykkar sem vilja sjá byrjunarliðin í viðureign Skástriksins og Reynis frá Sandgerði þá er hægt að smella hér. Guðjón Þórðarson er með Atla son sinn í byrjunarliðinu í kvöld.

17:20 ÍBV stillir upp sterku liði gegn utandeildarliði Kjalnesinga þó margir séu hvíldir. Brynjar Gauti Guðjónsson fær tækifæri í byrjunarliði Eyjamanna í kvöld. Við birtum í morgun skemmtilegt viðtal við þjálfara Kjalnesinga sem sjá má með því að smella hér.

Byrjunarlið ÍBV: Abel Dhaira (m), Brynjar Gauti Guðjónsson, Matt Garner, Þórarinn Ingi Valdimarsson, Yngvi Magnús Borgþórsson (F), Anton Bjarnason, Guðmundur Þórarinsson, Arnór Eyvar Ólafsson, Denis Sytnik, Rasmus Christiansen, Ian Jeffs.

(Varamannabekkur ÍBV: Guðjón Orri Sigurjónsson (m), Finnur Ólafsson, Tonny Mawejje, Jordan Connerton, Kelvin Mellor, Eiður Aron Sigurbjörnsson, Óskar Elías Zoega Óskarsson)

17:15 Komið þið sæl og verið velkomin í þessa beinu textalýsingu Fótbolta.net frá leikjum kvöldsins í 32-liða úrslitum Valitor-bikarsins. Við erum með menn á öllum völlum og munum fylgjast með því helsta sem gerist.

Tveir leikir hefjast klukkan 18. Guðjón Þórðarson og lærisveinar í BÍ/Bolungarvík mæta Reyni Sandferði og utandeildarliðið Kjalnesingar (Kumho Rovers) mætir ÍBV á Fram-svæðinu í Safamýri.

Hinir átta leikirnir hefjast svo klukkan 19:15 og má sjá þá hér að neðan. Ég sjálfur verð staddur á Vodafone-Hlíðarenda þar sem aðalleikur okkar í kvöld er viðureign Vals og Víkings Ólafsvík.

19:15 Berserkir - Fram (Víkingsvöllur)
19:15 ÍR - Þróttur R. (ÍR-völlur)
19:15 Fjölnir - Selfoss (Fjölnisvöllur)
19:15 Valur - Víkingur Ó. (Vodafonevöllurinn)
19:15 KA - Grindavík (Boginn)
19:15 Haukar - KF (Ásvellir)
19:15 Stjarnan - KR (Stjörnuvöllur)
19:15 Njarðvík - HK (Njarðtaksvöllurinn)
banner