Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mið 09. júlí 2008 11:34
Hafliði Breiðfjörð
Yfirlýsing frá knattspyrnuráði Völsungs
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnuráð Völsungs sendi frá sér yfirlýsingu í morgun vegna viðtals Fótbolta.net við Jónasar Hallgrímssonar fráfarandi þjálfara liðsins í gær, þar sem félagið biðst afsökunar á ummælum Jónasar og segir viðtalið ekki hafa verið með vitund, vilja né á ábyrgð knattspyrnudeildar félagsins.

Yfirlýsingin:
Yfirlýsing frá knattspyrnuráði Völsungs, miðvikudaginn 9. júlí 2008
Stjórn knattspyrnudeildar Völsungs biður hlutaðeigandi aðila, KSÍ, knattspyrnudómara, leikmenn, forráðamenn og stuðningsmenn knattspyrnuliða á Íslandi afsökunar vegna þeirra ummæla sem höfð voru eftir þjálfara Völsungs Jónasi Hallgrímssyni í viðtali á fotbolti.net í gær. Umrætt viðtal er ekki með vitund, vilja né á ábyrgð knattspyrnudeildar Völsungs.

Knattspyrnuráð Völsungs.
Guðbjartur Ellert Jónsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Ingólfur Freysson
Olgeir Sigurðsson
Júlíus Bessason

Sjá einnig:
Viðtal Fótbolta.net við Jónas í gær
Athugasemdir
banner