Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. ágúst 2012 13:19
Elvar Geir Magnússon
Andri Marteins rekinn frá ÍR - Nigel Quashie tekur við
Andri Marteinsson.
Andri Marteinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur Andri Marteinsson verið rekinn frá ÍR sem situr í botnsæti 1. deildarinnar.

Leikmönnum var tilkynnt þetta á fundi í gær en Andri, sem er fyrrum þjálfari Víkings R. og Hauka, tók við liðinu fyrir tímabilið.

ÍR-ingar eru í erfiðri stöðu en þeir eiga heimaleik gegn Þór Akureyri í kvöld. Liðið hefur verið í frjálsu falli og tapað síðustu fimm leikjum með markatöluna 1-20.

Nigel Quashie mun taka við þjálfun liðsins út tímabilið samkvæmt heimildum Fótbolta og fá aðstoð gamalla ÍR-inga eins og Arnars Þórs Valssonar, fyrrum fyrirliða ÍR til margra ára.

Quashie er 34 ára og á fjölmarga leiki að baki í ensku úrvalsdeildinni, m.a. með West Ham og Portsmouth. Þá hefur hann leikið 14 A-landsleiki fyrir Skotland.
Athugasemdir
banner
banner