Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 12. ágúst 2017 00:36
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Stöð 2 Sport 
Freysi íhugar að hætta með kvennalandsliðið í haust
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.
Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson segir í viðtali í þættinum 1 á 1 á Stöð 2 Sport að svo gæti farið að hann hætti sem þjálfari kvennalandsliðsins í haust. Hann er farinn að hugsa út í að mögulegt sé að hann víki eftir fyrstu þrjá leikina í undankeppni HM.

„Ég hef alltaf verið harðákveðinn í að best sé að ég klári þessa þrjá leiki núna í haust. Ef að mér finnst kominn sé tímapunktur á að þá komi nýr maður þá er best fyrir kvennalandsliðið að annar maður, eða kona, fái tíma til að komast inn í hlutina. Þetta er allt annað en að þjálfa félagslið. Ég myndi vilja gera allt til að hjálpa þeirri manneskju," sagði Freyr þegar hann var spurður að því hvort hann væri enn harðákveðinn í að klára samning sinn við KSÍ sem er út undankeppni HM.

„Kannski finn ég það að best sé að ég klári þessa undankeppni og þá geri ég það af allri minni ástríðu fyrir kvennalandsliðinu. Þetta snýst ekki um mitt egó heldur íslenskan fótbolta og hvað er best fyrir hann."

Kvennalandslið olli vonbrigðum í lokakeppni EM í sumar þar sem liðið tapaði öllum sínum leikjum. Í viðtalinu í þættinum 1 á 1 fer Freyr yfir mótið og framhaldið.

Ísland mætir Færeyjum, Þýskalandi og Tékklandi í september og október. Auk þess er Slóvenía í riðli með okkar stelpum.
Athugasemdir
banner
banner
banner