Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. júlí 2018 18:30
Fótbolti.net
Lið 9. umferðar í Pepsi kvenna - Sex í fyrsta sinn
Sísí er í liði umferðarinnar.
Sísí er í liði umferðarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Melkorka Katrín er einnig í liðinu.
Melkorka Katrín er einnig í liðinu.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Í gærkvöldi lauk fyrri helmingur Pepsi-deildar kvenna þegar HK/Víkingur vann botnlið KR 3-1 í lokaleik 9. umferðar. Margrét Sif Magnúsdóttir skoraði tvö mörk fyrir HK/Víking og þá átti Fatma Kara stjörnuleik á miðjunni.


Tveir stórleikir fóru fram í umferðinni. Í Kópavoginum hélt Breiðablik toppsætinu með 1-0 sigri á Val. Sonný Lára Þráinsdóttir hélt markinu hreinu og Andrea Rán Hauksdóttir skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Þrátt fyrir tap þá var Málfríður Erna Sigurðardóttir öflug í vörn Vals.

Á Akureyri unnu Íslandsmeistararnir í Þór/KA 3-1 heimasigur á Stjörnunni. Þar voru Mexíkóarnir í Þór/KA í aðalhlutverki þær, Ariana Calderon og Sandra Mayor Gutierrez.

FH-stelpur unnu mikilvægan sigur á Grindavík í fallbaráttunni. FH sem hefur fengið flest mörk á sig í deildinni hélt hreinu í leiknum og geta þakkað Guðnýju Árnadóttur og Melkorku Katrínu Pétursdóttur fyrir það að stóru leyti.

Í Eyjum náði ÍBV í kærkominn sigur gegn Selfossi 1-0 en ÍBV var án sigurs í síðustu fimm leikjum. Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði eina mark leiksins í upphafi leiks og þá var Ingibjörg Lúcía Ragnarsdóttir góð í holunni hjá ÍBV.

Fyrri lið umferðar:
Lið 1. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 8. umferðar
Athugasemdir
banner