Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 16. júlí 2018 23:10
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Óli Kalli: Axl Rose hefur verið íþróttafyrirmyndin mín líka
Ólafur á æfingu í Noregi.
Ólafur á æfingu í Noregi.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Valsmenn mættu í dag til Þrándheims til undirbúnings fyrir seinni leik sinn gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar sem verður á miðvikudag. Valur er í flottri stöðu eftir 1-0 sigur í fyrri leiknum á Hlíðarenda.

Ólafur Karl Finsen var í byrjunarliði Valsmanna í fyrri leiknum en hann ræddi við Fótbolta.net eftir æfingu í dag.

„Þetta er geggjað," sagði Ólafur þegar hann var spurður út í aðstæður. „Frábært að komast á blautt gras og svo æfðum við HM boltann."

„Æfingin var aðeins erfið eftir ferðalagið en við verðum eldferskir á morgun og enn ferskari á miðvikudaginn. Það er ótrúlega gaman að taka þátt í þessu, þetta er mikill undirbúningur og einbeiting."

„Rosenborg er með frábært lið og leikurinn á þeirra heimavelli. Þetta verður ekkert grín."

Útlit er fyrir að Evrópuþátttaka Valsmanna geri það að verkum að Óli getur ekki séð sína uppáhalds hljómsveit, Guns N' Roses, troða upp á Íslandi 24. júlí. Fleiri aðdáendur hljómsveitarinnar eru í Valshópnum, þar á meðal Birkir Már og sjúkraþjálfarinn Einar Óli.

„Það verður örugglega erfiðasti dagur ævi minnar ef maður verður í Andorra eða einhverstaðar þegar tónleikarnir fara fram... en við Einar og Birkir verðum örugglega grenjandi. Þetta er nánast eina sem ég hlusta á, hitt er bara skraut. Axl Rose (söngvari sveitarinnar) hefur alltaf verið mín íþróttafyrirmynd líka. Ef þú skoðar gamla tónleika þá er þetta skuggaleg!"

Sjáðu viðtalið í heild í sjónvarpinu hér að ofan.
Er Arne Slot rétti maðurinn fyrir Liverpool?
Athugasemdir
banner
banner
banner