Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 31. ágúst 2018 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Bestur í 2. deild: Ekki hlaupið eða sparkað í bolta í 11 mánuði
Alexander Örn Kárason (Kári)
Alexander Örn var að spila sinn fyrsta leik með Kára í sumar.
Alexander Örn var að spila sinn fyrsta leik með Kára í sumar.
Mynd: Úr einkasafni
Kári ætlar sér upp og Alexander hefur trú á að það geti gerst.
Kári ætlar sér upp og Alexander hefur trú á að það geti gerst.
Mynd: Sigurður Arnar Sigurðsson
Kári vann frábæran sigur gegn Leikni F. á útivelli, í Fjarðabyggðarhöllinni síðastliðinn laugardag. Eina mark leiksins kom á 22. mínútu og gerði reynsluboltinn Andri Júlíuson það úr vítaspyrnu.

Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur fyrir Kára sem á enn möguleika á að komast upp í Inkasso-deildina. Liðið er á sínu fyrsta tímabili í 2. deildinni eftir að hafa komist upp úr 3. deild í fyrra.

Alexander Örn Kárason kom óvænt inn í vörn Kára fyrir leikinn og spilaði hann sinn fyrsta leik í sumar. Hann stóð sig feykivel og er leikmaður umferðarinnar í 2. deild.

„Við spiluðum í rauninni með fimm manna vörn sem er ekki hefðbundið hjá Kára. Allir leikmenn voru þreyttir eftir margra klukkustunda rútuferðalag, þessi útivöllur er sérstaklega erfiður," segir Alexander við Fótbolta.net.

„Liðið er líka í leikmannavandræðum svo við stilltum upp liðinu með tilliti til þess. Allt fór eftir plani og sterkur 1-0 útisigur staðreynd."

„Ég er alveg nokkuð sáttur með liðsframmistöðuna úr þessum leik. Menn geta náttúrulega alltaf bætt sig á ákveðnum sviðum en heilt yfir var ég mjög sáttur með liðsframmistöðuna."

Fyrsti leikurinn í sumar
Alexander er tvítugur. Hann er ekki með mikla reynslu í meistaraflokki en hefur æft með ÍA upp allra yngri flokkana. Alexander spilaði 10 leiki með Kára í 3. deildinni árið 2016 en leikurinn gegn Leikni var hans fyrsti leikur í meistaraflokki síðan þá.

„Ég tók mér frí frá fótbolta eftir tímabilið í fyrra og er ég í raun ekki búinn að hlaupa né sparka í bolta í einhverja 11 mánuði. Lúlli, þjálfari Kára, heyrði í mér og bað mig um að klára tímabilið með Kára þar sem liðið er í leikmannavandræðum."

Ég ákvað að taka skóna á hillunni og mun klára tímabilið með þeim," segir Alexander.

„Ég hef æft með ÍA upp alla yngri flokkana og á nokkra leiki með Kára í 3. deildinni, en hef aldrei áður spilað í 2. deild."

Hörð barátta framundan
Toppbaráttan í 2. deild er eiginlega ótrúleg, gríðarlega spennandi. Sér Alexander það fyrir sér að Kári nái að fara upp?

„Ég sé það alveg fyrir mér að Kári nái að komast upp í Inkasso-deildina. Eins og er þá tökum við bara einn leik í einu, og reynum að gera okkar besta í þeim viðureignum. Við ætlum að halda okkur niðri á jörðinni á lokasprettinum."

Næsti leikur Kára er heimaleikur gegn Hetti. „Hann leggst mjög vel í mig," segir Alexander um þann leik.

„Hann verður þó erfiður þar sem Höttur er í bullandi fallbaráttu og mun gefa okkur erfiðan leik."

Eins og staðan er núna er Kári tveimur stigum á eftir Gróttu og Aftureldingu sem eru í tveimur efstu sætunum. Grótta og Afturelding eigast við í kvöld í leik sem skiptir miklu máli.

Leikmaður 1. umferðar: Adam Örn Guðmundsson - Fjarðabyggð
Leikmaður 2. umferðar: Páll Sindri Einarsson - Kári
Leikmaður 3. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 4. umferðar: Milos Ivankovic - Huginn
Leikmaður 5. umferðar: Ásgeir Kristjánsson - Völsungur
Leikmaður 6. umferðar: Brynjar Kristmundsson - Þróttur V.
Leikmaður 7. umferðar: Daniel Badu - Vestri
Leikmaður 8. umferðar: Brynjar Árnason - Höttur
Leikmaður 9. umferðar: Hafliði Sigurðarson - Afturelding
Leikmaður 10. umferðar: Stefan Antonio Lamanna - Tindastóll
Leikmaður 11. umferðar: Kristófer Melsteð - Grótta
Leikmaður 12. umferðar: Elvar Baldvinsson - Völsungur
Leikmaður 13. umferðar: Pétur Bjarnason - Vestri
Leikmaður 14. umferðar: J.C. Mack - Vestri
Leikmaður 15. umferðar: Mykolas Krasnovskis - Leiknir F.
Leikmaður 16. umferðar: Loic Ondo - Afturelding
Leikmaður 17. umferðar: Pétur Theodór Árnason - Grótta
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner