mið 17. júlí 2019 18:00
Arnar Daði Arnarsson
Fylkir vonast til að bæta við sig 1-2 leikmönnum
Kjartan Stefánsson.
Kjartan Stefánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stefanía í leik með Fylki.
Stefanía í leik með Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Kjartan Stefánsson þjálfari Fylkis í Pepsi Max-deild kvenna segist vonast til þess að geta bætt við sig tveimur leikmönnum áður en félagaskiptaglugginn lokar.

Fylkir er í 9. sæti Pepsi Max-deildarinnar og þar með í fallsæti eftir níu leiki en það er stutt upp í miðja deild eins og staðan er í deildinni.

„Við stefnum á það að styrkja okkur en það er ekkert fast í hendi og ekkert sem ég get talað um. Við erum að reyna fá til okkar tvo íslenska leikmenn sem myndi líklega koma í ljós í næstu viku," sagði Kjartan í samtali við Fótbolta.net.

Fylkisliðið missir fimm leikmenn út í nám til Bandaríkjanna um mánaðarmótin og þá hafa leikmenn liðsins verið að glíma við meiðsli. Hann býst við því að Hulda Sigurðardóttir verði klár aftur eftir 1-2 vikur og vonast til að meiðsli Berglindar Rósar í síðasta leik sé minniháttar.

Vonast til að halda Stefaníu
Fylkir er með Stefaníu Ragnarsdóttur á láni hjá sér frá Val en Pétur Pétursson þjálfari Vals vildi ekki tjá sig um það hvort Stefanía yrði kölluð til baka í viðtali eftir sigur liðsins á Þór/KA um helgina.

„Það er verið að spá í því að kalla hana til baka. Það er ekki búið að ákveða það en Valur hefur lent í meiðslum og þá byrjaði sú umræða að kalla hana til baka. Ég geri ráð fyrir því að það verði tekin ákvörðun í næstu viku," sagði Kjartan sem vonast til að halda leikmanninum út tímabilið.

„Við höfum óskað eftir því að halda henni. En það er ekki undir okkur komið. Við ráðum engu um það, en hún hefur leikið gott hlutverk hjá okkur og hefur fengið að vaxa sem leikmaður," sagði Kjartan að lokum í samtali við Fótbolta.net.

Næsti leikur liðsins er gegn Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins á föstudaginn.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner