Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 12. október 2019 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Myndi ekki koma svona fram við minn versta óvin
Kenny Miller fagnar marki með Rangers.
Kenny Miller fagnar marki með Rangers.
Mynd: Getty Images
Kenny og Lee Wallace.
Kenny og Lee Wallace.
Mynd: Getty Images
Kenny Miller, sóknarmaðurinn reyndi, er langt frá því að vera sáttur með það hvernig komið var fram við hann hjá Rangers áður en hann yfirgaf félagið á síðasta ári.

Hinn 39 ára gamli segir að hann myndi ekki koma svoleiðis fram við sinn versta óvin.

Þessi fyrrum skoski landsliðsmaður var sektaður og settur í bann hjá félaginu, ásamt þáverandi liðsfélaga sínum Lee Wallace. Þeir voru sagðir hafa hnakkrifist við þáverandi knattspyrnustjóra Rangers, Graeme Murty eftir 4-0 tap gegn erkifjendunum í Celtic í undanúrslitum skoska bikarsins.

Hvorki Miller né Wallace tóku þátt í leiknum.

Þeir hafa nú báðir yfirgefið Rangers, Miller rann út á samningi og er í dag hjá Partick Thistle. Wallace var áfram út í kuldanum hjá Rangers, en hann yfirgaf félagið í sumar er hann rann út á samningi. Hann fór til QPR í Championship-deildinni.

Miller hefur þrisvar á ferlinum leikið með Rangers, en hann vandar félaginu ekki kveðjurnar.

„Mikið gerðist á síðustu sex mánuðum hjá félaginu ófyrirgefanlegt," sagði Miller í grein sem birtist hjá Daily Mail.

„Þetta snýst ekki um fyrirgefningu eða að leita hefnda. Ég er vonsvikinn meira en annað."

„Ég myndi aldrei koma fram við neinn eins og komið var fram við mig og Lee Wallace. Ég myndi ekki koma svona fram við minn versta óvin."

„Fólkið hjá fótboltafélaginu vildi búa til blóraböggla til dulbúa eigin annmarka. Ég og Lee urðum fyrir barðinu á þessu. Þetta er skammarlegt, og eins og ég segi, ófyrirgefanlegt. Þetta er í rauninni ógeðslegt, það sem gerðist fyrir mig og Lee."

„Á tímabilinu á eftir var Lee fastur þarna. Ég þurfti að fara frá félaginu sem ég elska og ekki á þann hátt sem ég vildi gera það."

„Það er starfsfólk þarna sem þú hefur þekkt frá árinu 2000. Ég fékk aldrei að kveðja þetta fólk, og ég veit að mögulega er ég ekki velkominn til baka."

Greinina má í heild sinni lesa hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner