Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   mán 14. október 2019 11:47
Elvar Geir Magnússon
Sveinn Aron: Finnst við hafa betri leikmenn og betra lið
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Sveinn Aron Guðjohnsen.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland og Írland mætast á morgun í undankeppni EM U21 landsliða. Leikurinn verður klukkan 15:00 á Víkingsvelli.

Ísland er með sex stig í riðlinum eftir þrjá leiki en liðið tapaði illa 5-0 fyrir Svíþjóð síðasta laugardag.

Sveinn Aron Guðjohnsen, sóknarmaður Íslands, spjallaði stuttlega við Fótbolta.net fyrir æfingu í dag.

„Það er gott að fá leik svona strax á eftir. Við áttum bara lélegan leik gegn Svíþjóð. Það vantaði upp á allt hjá okkur í þeim leik," segir Sveinn Aron.

„Við ætlum okkur í næsta leik og taka þrjú stig. Írarnir hafa verið góðir en mér finnst við eiga góða möguleika. Það sem ég hef séð þá tel ég okkur hafa betri leikmenn og vera betra lið."

Eiður Smári, pabbi Sveins, er aðstoðarþjálfari U21 landsliðsins. Sveinn segir að það sé ekkert skrítið að hafa pabba sinn í teyminu.

„Ég hélt fyrst að það yrði það. Hann hefur kennt mér ýmislegt í gegnum tíðina, eftir leiki og æfingar. Það er bara enn betra að hafa hann á hliðarlínunni," segir Sveinn Aron.

Sveinn er hjá Spezia í ítölsku B-deildinni en hefur verið límdur við bekkinn og fengið fá tækifæri.

„Ég hef ekki fengið nægilega margar mínútur og liðinu gengur ekki eins vel og við vildum. Kannski er það bara þolinmæði, bíða eftir því að fá tækifærið og vera þá tilbúinn," segir Sveinn Aron.
Athugasemdir
banner
banner
banner