Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   þri 29. október 2019 20:42
Brynjar Ingi Erluson
Aron Bjarnason skoraði tvö í ungverska bikarnum
Aron Bjarnason gerði tvö í kvöld
Aron Bjarnason gerði tvö í kvöld
Mynd: Ujpest
Aron Bjarnason skoraði tvö mörk og lagði upp eitt er ungverska liðið Ujpest vann 5-2 sigur á FC Ajka í bikarnum í kvöld.

Aron gekk til liðs við Ujpest frá Breiðablik í sumar en þetta var ellefti leikur hans fyrir félagið.

Hann komst tvisvar á blað í bikarnum í kvöld en fyrra markið kom á 64. mínútu og það síðara á 75. mínútu. Hann lagði þá einnig upp þriðja mark liðsins.

Liðið vann góðan 5-2 sigur og er nú komið í 32-liða úrslit bikarsins.

Ujpest hefur tíu sinnum orðið ungverskur bikarmeistari en liðið tók bikarinn á síðasta ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner