Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn er Everton lagði Southampton að velli í ensku fallbaráttunni í dag.
Everton gjörsamlega stjórnaði leiknum frá upphafi til enda en tókst þó aldrei að gera út um hann, þrátt fyrir opnunarmark frá Tom Davies strax á fjórðu mínútu.
Hvorugu liði tókst að bæta við marki þar til í upphafi síðari hálfleiks þegar Danny Ings náði að pota knettinum í netið. Sóknarþungi Everton jókst í kjölfarið og skoraði Richarlison gott mark eftir laglega fyrirgjöf frá Djibril Sidibe.
Meira var ekki skorað og mikilvæg stig í hús fyrir Everton, sem er núna með 14 stig eftir 12 umferðir. Þetta var þriðja tap Southampton í röð og er liðið í næstneðsta sæti með 8 stig.
Southampton 1 - 2 Everton
0-1 Tom Davies ('4)
1-1 Danny Ings ('50)
1-2 Richarlison ('75)
Sheffield United er á góðri siglingu og heimsótti Tottenham Hotspur Stadium í dag.
Heimamenn í Tottenham hæfðu ekki markrammann allan fyrri hálfleikinn en þeir komust yfir með marki frá Son Heung-min í síðari hálfleik.
George Baldock jafnaði á 78. mínútu og þar við sat. Sheffield er komið í fimmta sæti eftir jafnteflið, þremur stigum á undan Tottenham sem situr um miðja deild.
Tottenham 1 - 1 Sheffield United
1-0 Son Heung-min ('58)
1-1 George Baldock ('78)
Burnley lenti þá ekki í vandræðum gegn West Ham þrátt fyrir að vera án Jóhanns Bergs Guðmundssonar og búnir að tapa þremur leikjum í röð.
Ashley Barnes og Chris Wood stigu upp og skoruðu mörkin í fyrri hálfleik, áður en Roberto Jimenez í marki West Ham gerði kostulegt sjálfsmark og gaf heimamönnum þriðja markið.
Burnley er um miðja deild, með 15 stig. Hamrarnir eru með 13 stig.
Burnley 3 - 0 West Ham
1-0 Ashley Barnes ('11)
2-0 Chris Wood ('44)
3-0 Roberto Jimenez ('54, sjálfsmark)
Newcastle lenti þá undir á móti Bournemouth en DeAndre Yedlin náði að jafna fyrir leikhlé.
Ciaran Clark kom heimamönnum yfir í upphafi síðari hálfleiks og hélt vörn þeirra virkilega vel.
Eddie Howe notaði skiptingarnar sínar en tókst ekki að blása lífi í hugmyndasnauðan sóknarleik sinna manna, sem tókst ekki að finna glufur á agaðari vörn Newcastle.
Lokatölur urðu því 2-1 og Newcastle komið um miðja deild, einu stigi eftir Bournemouth.
Newcastle 2 - 1 Bournemouth
0-1 Harry Wilson ('14)
1-1 DeAndre Yedlin ('42)
2-1 Ciaran Clark ('52)
Það getur tekið tíma fyrir stöðutöfluna að uppfærast
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 4 | 4 | 0 | 0 | 9 | 4 | +5 | 12 |
2 | Arsenal | 4 | 3 | 0 | 1 | 9 | 1 | +8 | 9 |
3 | Tottenham | 4 | 3 | 0 | 1 | 8 | 1 | +7 | 9 |
4 | Bournemouth | 4 | 3 | 0 | 1 | 6 | 5 | +1 | 9 |
5 | Chelsea | 4 | 2 | 2 | 0 | 9 | 3 | +6 | 8 |
6 | Everton | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
7 | Sunderland | 4 | 2 | 1 | 1 | 5 | 3 | +2 | 7 |
8 | Man City | 4 | 2 | 0 | 2 | 8 | 4 | +4 | 6 |
9 | Crystal Palace | 4 | 1 | 3 | 0 | 4 | 1 | +3 | 6 |
10 | Newcastle | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 3 | 0 | 5 |
11 | Fulham | 4 | 1 | 2 | 1 | 3 | 4 | -1 | 5 |
12 | Brentford | 4 | 1 | 1 | 2 | 5 | 7 | -2 | 4 |
13 | Brighton | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 6 | -2 | 4 |
14 | Man Utd | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 7 | -3 | 4 |
15 | Nott. Forest | 4 | 1 | 1 | 2 | 4 | 8 | -4 | 4 |
16 | Leeds | 4 | 1 | 1 | 2 | 1 | 6 | -5 | 4 |
17 | Burnley | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 7 | -3 | 3 |
18 | West Ham | 4 | 1 | 0 | 3 | 4 | 11 | -7 | 3 |
19 | Aston Villa | 4 | 0 | 2 | 2 | 0 | 4 | -4 | 2 |
20 | Wolves | 4 | 0 | 0 | 4 | 2 | 9 | -7 | 0 |
Athugasemdir