Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 10. nóvember 2019 18:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Liverpool hafði betur gegn Man City á Anfield
Liverpool er á toppnum með átta stiga forskot. Framundan er landsleikjahlé.
Liverpool er á toppnum með átta stiga forskot. Framundan er landsleikjahlé.
Mynd: Getty Images
Pep Guardiola og hans lærisveinar eru í fjórða sæti.
Pep Guardiola og hans lærisveinar eru í fjórða sæti.
Mynd: Getty Images
Liverpool 3 - 1 Manchester City
1-0 Fabinho ('6)
2-0 Mohamed Salah ('13)
3-0 Sadio Mane ('51)
3-1 Bernardo Silva ('78)

Liverpool hafði betur í uppgjöri liðanna sem börðust um Englandsmeistaratitilinn á síðustu leiktíð.

Liverpool og Manchester City áttust við á Anfield á þessum sunnudegi og skoraði brasilíski miðjumaðurinn Fabinho fyrsta markið eftir sex mínútur. Markið var stórglæsilegt, en City-menn voru ekki sáttir með það.

Leikmenn Manchester City vildu fá vítaspyrnu skömmu áður er Trent Alexander-Arnold handlék knöttinn.

Liverpool fór í sókn og þar skoraði Fabinho með skoti af löngu færi í vinstra hornið.

Sjá einnig:
Sjáðu markið: Stórbrotið mark Fabinho - Átti markið að standa?

Liverpool komst í 2-0 stuttu eftir að Fabinho skoraði. Mohamed Salah gerði annað markið eftir undirbúning Andy Robertson.

Liverpool nýtti skyndisóknir sínar vel og leiddi 2-0 þegar Michael Oliver, dómari leiksins, flautaði til hálfleiks.

Eftir rúmar fimm mínútur í seinni hálfleiknum varð staða Liverpool enn þægilegri. Jordan Henderson átti þá frábæra fyrirgjöf frá hægri og Sadio Mane skallaði boltann í netið. Staðan 3-0 fyrir Liverpool á Anfield.

Bernardo Silva minnkaði muninn fyrir City á 78. mínútu og gaf einhverjum stuðningsmönnum Liverpool fiðrildi í magann fyrir lokamínúturnar.

Englandsmeistararnir komust hins vegar ekki lengra og lokatölur 3-1 fyrir Liverpool.

Liverpool hefur náð átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, en City fer inn í landsleikjahléið í fjórða sæti, níu stigum frá Liverpool. Leicester er í öðru sæti.

Athugasemdir
banner
banner
banner