Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
Luke Rae um hasarinn: Það var ekkert alvarlegt
Eiði Aroni fannst liðið gefast upp - „Ekki sjón að sjá okkur eftir bikartitilinn"
Tilfinningarnar báru Hrannar ofurliði
Óskar Hrafn: Skrifað í skýin að við fengjum þetta verkefni til að leysa
Björn Daníel: Ég er hættur að spila
Rúnar: Það mun vera í sögubókunum
Maggi: Opinn fyrir því að halda áfram
Lárus Orri: Ég vissi að það væri verið að gera góða hluti hérna á Akranesi
Heimir kveður FH: Frábært að enda þetta með honum
Jón Þór: Alltof stór atvik í íslenskum fótbolta sem dómarastéttin er að klúðra
Ósáttur með hvernig ÍBV kláraði mótið - „Ákveðin vanvirðing“
Haddi: Okkur þyrstir að vera þar
Láki: Ákveðið að flýta þessum leik svo Haddi og KA-menn geti fengið sér snemma í kvöld
banner
   mán 11. nóvember 2019 18:30
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Alfreð: Tyrkjum finnst ekki gaman að mæta okkur
Icelandair
Alfreð Finnbogason á æfingu í Tyrklandi í dag.
Alfreð Finnbogason á æfingu í Tyrklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl á fimmtudaginn og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.

Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason spjallaði við Fótbolta.net eftir æfingu Íslands í Antalya í dag. Þar fer stór hluti undirbúningsins fram áður en flogið verður til Istanbúl á miðvikudag.

„Við eigum góðar minningar héðan, við erum á sama hóteli og á sama æfingasvæði. Vonandi skapar það sömu stemningu og síðast. Ég held að það sé einn besti útileikur í undankeppni í sögu Íslands," segir Alfreð sem vitnar þar í 3-0 útisigurinn í Eskisehir fyrir tveimur árum.

Íslandi hefur gengið vel gegn Tyrklandi undanfarin ár og ljóst að íslenska liðið er ekki óskamótherji Tyrkja.

„Maður heyrir það líka frá leikmönnum í hópnum sem eiga liðsfélaga frá Tyrklandi að þeim finnst ekki gaman að mæta okkur. Við þurfum að spila eins og við erum þekktir fyrir, gera þetta leiðinlegt fyrir þá og skemmtilegt fyrir okkur," segir Alfreð.

Í viðtalinu talar Alfreð líka um gengi sitt í Þýskalandi og markið sem hann skoraði fyrir Augsburg gegn Bayern München.
Athugasemdir
banner