Liverpool snýr sér að Barcola - Guehi of dýr fyrir Barcelona
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
banner
   mán 11. nóvember 2019 18:30
Elvar Geir Magnússon
Tyrklandi
Alfreð: Tyrkjum finnst ekki gaman að mæta okkur
Icelandair
Alfreð Finnbogason á æfingu í Tyrklandi í dag.
Alfreð Finnbogason á æfingu í Tyrklandi í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland mætir Tyrklandi í Istanbúl á fimmtudaginn og Moldóvu í Kisínev 17. nóvember. Ísland þarf að vinna báða leiki og treysta á að Tyrkir misstígi sig gegn Andorra í lokaumferðinni til að komast á EM í gegnum riðlakeppnina.

Sóknarmaðurinn Alfreð Finnbogason spjallaði við Fótbolta.net eftir æfingu Íslands í Antalya í dag. Þar fer stór hluti undirbúningsins fram áður en flogið verður til Istanbúl á miðvikudag.

„Við eigum góðar minningar héðan, við erum á sama hóteli og á sama æfingasvæði. Vonandi skapar það sömu stemningu og síðast. Ég held að það sé einn besti útileikur í undankeppni í sögu Íslands," segir Alfreð sem vitnar þar í 3-0 útisigurinn í Eskisehir fyrir tveimur árum.

Íslandi hefur gengið vel gegn Tyrklandi undanfarin ár og ljóst að íslenska liðið er ekki óskamótherji Tyrkja.

„Maður heyrir það líka frá leikmönnum í hópnum sem eiga liðsfélaga frá Tyrklandi að þeim finnst ekki gaman að mæta okkur. Við þurfum að spila eins og við erum þekktir fyrir, gera þetta leiðinlegt fyrir þá og skemmtilegt fyrir okkur," segir Alfreð.

Í viðtalinu talar Alfreð líka um gengi sitt í Þýskalandi og markið sem hann skoraði fyrir Augsburg gegn Bayern München.
Athugasemdir
banner
banner