Oscar Bobb, Marc Guehi, Sandro Tonali, Federico Chiesa og fleiri koma við sögu
banner
   mán 02. desember 2019 14:10
Magnús Már Einarsson
Síminn með alla leiki umferðarinnar í beinni útsendingu
Tómas Þór Þórðarson.
Tómas Þór Þórðarson.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Það er stór vika í ensku úrvalsdeildinni en 15. umferðin er á dagskrá á morgun, miðvikudag og fimmtudag áður en 16. umferðin tekur við um næstu helgi.

Síminn mun sýna alla tíu leikina í fimmtándu umferðinni í beinni útsendingu. Amazon Prime keypti réttinn á umferðinni og því geta aðrir rétthafar úti um allan heim sýnt alla leikina í stað þess að þurfa að velja út nokkra leiki.

„Eins og Íslendingar hafa svo sannarlega tekið eftir hafa rétthafar í Evrópu ekki getað sýnt alla leiki undanfarin fjögur ár eftir breytingu á sjónvarpsréttinum. Reyndar var Ísland bara á undanþágu með Möltu þegar kom að því að geta sýnt alla leikina," sagði Tómas Þór Þórðarson, ritstjóri enska boltans á Símanum, við Fótbolta.net.

„En nú gæti landslagið mögulega verið að breytast. Allavega er Amazon Prime eitthvað að prófa sig áfram með enska og keypti tvær umferðir í miðri viku. Sú fyrri er núna í vikunni og svo aftur á annan í jólum. Þar sem Prime Video streymir út um allan heim var ekki hægt að takmarka sýningarrétt annarra rétthafa og því vorum við ekki lengi að grípa það tækifæri og sýna alla leikina núna og aftur 26. des.“

Tómas og Freyr verða úti á vellinum
Tómas Þór mun á morgun skella sér til Englands ásamt Frey Alexanderssyni, aðstoðarlandsliðsþjálfara. Þeir verða á Turf Moor á morgun þegar Jóhann Berg Guðmundsson og félagar í Burnley mæta Manchester City. Á miðvikudag verða Tómas og Freyr á Anfield þegar topplið Liverpool fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Everton í heimsókn í grannaslag.

„Það verður mjög spennandi að hitta okkar stráka á þeirra heimavelli, eða það er að segja á leikdegi á vellinum í ensku úrvalsdeildinni. Þó Gylfi sé ekki beint á heimavelli verður afskaplega spennandi að sjá hann í þessum risastóra borgarslag og gera allt upp á grasinu á Anfield,“ sagði Tómas Þór.

Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 19 14 3 2 37 12 +25 45
2 Man City 18 13 1 4 43 17 +26 40
3 Aston Villa 19 12 3 4 30 23 +7 39
4 Liverpool 18 10 2 6 30 26 +4 32
5 Chelsea 19 8 6 5 32 21 +11 30
6 Man Utd 19 8 6 5 33 29 +4 30
7 Sunderland 18 7 7 4 20 18 +2 28
8 Everton 19 8 4 7 20 20 0 28
9 Brentford 18 8 2 8 28 26 +2 26
10 Newcastle 19 7 5 7 26 24 +2 26
11 Crystal Palace 18 7 5 6 21 20 +1 26
12 Fulham 18 8 2 8 25 26 -1 26
13 Tottenham 18 7 4 7 27 23 +4 25
14 Brighton 19 6 7 6 28 27 +1 25
15 Bournemouth 19 5 8 6 29 35 -6 23
16 Leeds 18 5 5 8 25 32 -7 20
17 Nott. Forest 19 5 3 11 18 30 -12 18
18 West Ham 19 3 5 11 21 38 -17 14
19 Burnley 19 3 3 13 20 37 -17 12
20 Wolves 19 0 3 16 11 40 -29 3
Athugasemdir
banner
banner
banner