Man City að undirbúa tilboð í Guehi - Man Utd hyggst ekki fá Rashford aftur - Gomez áfram hjá Liverpool
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
   þri 01. apríl 2014 07:00
Magnús Már Einarsson
Skráning í gangi í knattspyrnuskóla Arsenal á Akureyri
Mynd: Arsenalskólinn
Mynd: Knattspyrnuskóli Arsenal
Mynd: KA
Fótboltaskóli Arsenal fer fram í fimmta sinn á KA svæðinu í júní 2014. Námskeiðið hefst mánudaginn 16. júní og lýkur föstudaginn 20. júní.

Skipulag skólans verður með svipuðu formi og s.l. sumar. Æfingar hefjast klukkan 10 og standa yfir til kl. 15 en um hádegisbil er tekið um klukkustundarlangt matar- og hvíldarhlé. Krakkarnir fá heitan mat í hádeginu alla dagana.

Tilboðsverð í desember 20.900 kr.
Æfingarnar fara fram á svæði Knattspyrnufélags Akureyrar. Matsalurinn er í Lundarskóla sem er við hliðina á KA svæðinu.

Þessi skóli er ætlaður fyrir krakka í 3., 4., 5., og 6. flokki, þ.e. fædd 1998 til 2005.

Stelpur eru að sjálfsögðu hvattar til að koma til jafns á við strákana. Það má segja Arsenal til hróss að þar er mikið og gott starf í kvennaknattspyrnu og er Arsenal eitt sterkasta félagslið í Evrópu í kvennaboltanum. Þjálfararnir sem voru hér s.l. sumar hrósuðu einmitt stelpunum sem voru í skólanum fyrir getu þeirra í boltanum, sögðu þær vera almennt mun betri en jafnöldrur þeirra annars staðar þar sem þeir hafa þjálfað.

Yfirþálfari skólans og aðalþjálfarar koma frá Arsenal. Þeir sjá um allt skipulag skólans sjálfs hvað knattspyrnuna varðar. Þeim til aðstoðar við æfingarnar eru síðan þjálfarar frá ýmsum íslenskum félögum sem allir hafa mikla og langa reynslu af þjálfun. Auk þess verður sérstök markmannsþjálfun. S.l. sumar voru markmennirnir á sér æfingum fyrir hádegi en fóru síðan eftir hádegi til annarra hópa og æfðu með þeim.

Þetta fyrirkomulag gaf þeim gott tækifæri til að bæta eigin tækni og einnig að vera með hinum krökkunum.

Í sjónvarpinu fyrir ofan er stutt viðtal við Aðalbjörn Hannesson skólastjóra Arsenalskólans á Akureyri.

Skráning fer fram á www.ka-sport.is/arsenal
Athugasemdir