Liverpool og Barcelona hafa áhuga á Alvarez - Bilic gæti tekið við West Ham - Man Utd ætlar að fá inn markvörð næsta sumar
Gagnrýnin réttmæt - „Auðvitað á hún rétt á sér þegar við eigum að vera í þessari toppbaráttu“
Túfa: Leikurinn sýndi hvert íslenska deildin er komin í dag
Dóri Árna: Sé ekki betur en að Hólmar hoppi upp og slái í boltann - Vona að ég hafi rangt fyrir mér
Gummi Kri um Jökul: Hann gerir töluvert meira gagn þar heldur en upp í stúku
Heimir: Ef það er einhver sem ég vil að fái svona færi þá er það Bjarni, fyrir utan Björn Daníel
Markmiðið sett eftir Bröndby leikinn: „Búnir að standast prófið hingað til“
Þórarinn Ingi: Ég er bara að vinna hérna og hjálpa til eins og ég get
Segir Sigurð besta dómara landsins - „Búinn að fá alveg nóg og lét gamminn geisa“
Gylfi: Tímabært fyrir dómarana að fá VAR hjálp
Hallgrímur Jónasson: Ég fór á háu nóturnar
Óskar Hrafn: Við höfum örlögin í okkar höndum
Láki: Stundum þarf maður að vera pínu bófi
Birnir Snær: Okkur fjölskyldunni líður ótrúlega vel hérna
Alex Freyr: Þurfum að loka svona leikjum 6 til 7-0
Maggi með ákall til stuðningsmanna - „Þurfum að fylla völlinn og búa til alvöru stemningu"
Stefan Ljubicic: Féll allt á einhvern hátt fyrir okkur
Venni: Þetta er bara leikaraskapur og hann kemst upp með það
Ívar Örn: Manni finnst maður oft vera full gamall
Hemmi Hreiðars: Stórkostlegt að vera komnir þetta langt á kornungu liði
Haraldur Freyr: Hjálpar okkur helling að við vorum í þessum leik í fyrra
   fös 01. júní 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Brede Hangeland: Mikil virðing borin fyrir Íslandi í Noregi
Icelandair
Brede Hangeland í leik á Laugardalsvelli árið 2012.
Brede Hangeland í leik á Laugardalsvelli árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson og Hangeland í baráttunni.
Gylfi Þór Sigurðsson og Hangeland í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brede Hangeland, fyrrum varnarmaður Fulham og norska landsliðsins, lýsir leik Íslands og Noregs í norska sjónvarpinu annað kvöld. Hinn 36 ára gamli Hangeland lagði skóna á hilluna árið 2016 og hefur síðan þá starfað við lýsingar í Noregi fyrir TV2.

„Það eru tvö mjög svipuð lið að mætast á morgun. Lars Lagerback er með sinn stimpil á báðum liðum og þau spila á svipaðan hátt. Ísland er á leið á HM en Noregur ekki en vegna meiðsla (Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þór Sigurðsson) held ég að liðin séu svipuð að styrkleika. Ég býst við jöfnum baráttuleik sem verður skemmtilegt að horfa á," sagði Hangeland þegar hann settist niður í spjall með Fótbolta.net á Grand Hotel í dag.

„Ég er mjög hrifinn af því sem hefur gerst hér (á Íslandi) undanfarin ár. Þetta er lið þar sem allir leggja hart að sér fyrir liðið en ekki sjálfan sig. Það er rétta leiðin til að spila fótbolta. Ísland er alls ekki sigustranglegasta liðið á HM en með þetta hugarfar og þennan leikstíl er hægt að vinna sterkari lið eins og þeir sýndu fyrir tveimur árum. Það verður spennandi að sjá þetta."

Ísland er í D-riðli á HM í sumar með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Heldur Hangeland að Ísland fari áfram í 16-liða úrslitin?

„Ég held ekki en ég bjóst heldur ekki við því í Frakklandi. Þetta veltur mikið á því hvort Gylfi Sigurðsson verði heill, hann er mikilvægur leikmaður. Ísland þarf að spila sinn besta leik og hafa smá heppni með sér í liði. Þá veit maður aldrei."

Hangeland mætti íslenska liðinu í undankeppni HM 2010 og EM 2012. Hver er hans uppáhalds leikmaður í liðinu?

„Það hlýtur að vera Sigurðsson, er það ekki? Ég hef spilað oft gegn honum og hann er öflugur leikmaður. Hann er stjarnan en hann hleypur til baka og leggur hart að sér. Hann er ósérhlífinn. Allir íslenskir leikmenn eru þannig og í Noregi er borin mikil virðing fyrir liðinu hjá Íslandi og leikmönnunum. Vonandi getum við gert eitthvað svipað með landsliðið okkar," sagði hinn geðþekki Hangeland.

Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvelli klukkan 20:00 annað kvöld en miðasalan fer fram á midi.is.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner