Liverpool býður í Camavinga - Liverpool og Man City berjst um Semenyo - Fulham vill bandarískan sóknarmann
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fös 01. júní 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Brede Hangeland: Mikil virðing borin fyrir Íslandi í Noregi
Icelandair
Brede Hangeland í leik á Laugardalsvelli árið 2012.
Brede Hangeland í leik á Laugardalsvelli árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson og Hangeland í baráttunni.
Gylfi Þór Sigurðsson og Hangeland í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brede Hangeland, fyrrum varnarmaður Fulham og norska landsliðsins, lýsir leik Íslands og Noregs í norska sjónvarpinu annað kvöld. Hinn 36 ára gamli Hangeland lagði skóna á hilluna árið 2016 og hefur síðan þá starfað við lýsingar í Noregi fyrir TV2.

„Það eru tvö mjög svipuð lið að mætast á morgun. Lars Lagerback er með sinn stimpil á báðum liðum og þau spila á svipaðan hátt. Ísland er á leið á HM en Noregur ekki en vegna meiðsla (Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þór Sigurðsson) held ég að liðin séu svipuð að styrkleika. Ég býst við jöfnum baráttuleik sem verður skemmtilegt að horfa á," sagði Hangeland þegar hann settist niður í spjall með Fótbolta.net á Grand Hotel í dag.

„Ég er mjög hrifinn af því sem hefur gerst hér (á Íslandi) undanfarin ár. Þetta er lið þar sem allir leggja hart að sér fyrir liðið en ekki sjálfan sig. Það er rétta leiðin til að spila fótbolta. Ísland er alls ekki sigustranglegasta liðið á HM en með þetta hugarfar og þennan leikstíl er hægt að vinna sterkari lið eins og þeir sýndu fyrir tveimur árum. Það verður spennandi að sjá þetta."

Ísland er í D-riðli á HM í sumar með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Heldur Hangeland að Ísland fari áfram í 16-liða úrslitin?

„Ég held ekki en ég bjóst heldur ekki við því í Frakklandi. Þetta veltur mikið á því hvort Gylfi Sigurðsson verði heill, hann er mikilvægur leikmaður. Ísland þarf að spila sinn besta leik og hafa smá heppni með sér í liði. Þá veit maður aldrei."

Hangeland mætti íslenska liðinu í undankeppni HM 2010 og EM 2012. Hver er hans uppáhalds leikmaður í liðinu?

„Það hlýtur að vera Sigurðsson, er það ekki? Ég hef spilað oft gegn honum og hann er öflugur leikmaður. Hann er stjarnan en hann hleypur til baka og leggur hart að sér. Hann er ósérhlífinn. Allir íslenskir leikmenn eru þannig og í Noregi er borin mikil virðing fyrir liðinu hjá Íslandi og leikmönnunum. Vonandi getum við gert eitthvað svipað með landsliðið okkar," sagði hinn geðþekki Hangeland.

Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvelli klukkan 20:00 annað kvöld en miðasalan fer fram á midi.is.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir