Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
banner
   fös 01. júní 2018 17:30
Magnús Már Einarsson
Brede Hangeland: Mikil virðing borin fyrir Íslandi í Noregi
Icelandair
Brede Hangeland í leik á Laugardalsvelli árið 2012.
Brede Hangeland í leik á Laugardalsvelli árið 2012.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson og Hangeland í baráttunni.
Gylfi Þór Sigurðsson og Hangeland í baráttunni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brede Hangeland, fyrrum varnarmaður Fulham og norska landsliðsins, lýsir leik Íslands og Noregs í norska sjónvarpinu annað kvöld. Hinn 36 ára gamli Hangeland lagði skóna á hilluna árið 2016 og hefur síðan þá starfað við lýsingar í Noregi fyrir TV2.

„Það eru tvö mjög svipuð lið að mætast á morgun. Lars Lagerback er með sinn stimpil á báðum liðum og þau spila á svipaðan hátt. Ísland er á leið á HM en Noregur ekki en vegna meiðsla (Arons Einars Gunnarssonar og Gylfa Þór Sigurðsson) held ég að liðin séu svipuð að styrkleika. Ég býst við jöfnum baráttuleik sem verður skemmtilegt að horfa á," sagði Hangeland þegar hann settist niður í spjall með Fótbolta.net á Grand Hotel í dag.

„Ég er mjög hrifinn af því sem hefur gerst hér (á Íslandi) undanfarin ár. Þetta er lið þar sem allir leggja hart að sér fyrir liðið en ekki sjálfan sig. Það er rétta leiðin til að spila fótbolta. Ísland er alls ekki sigustranglegasta liðið á HM en með þetta hugarfar og þennan leikstíl er hægt að vinna sterkari lið eins og þeir sýndu fyrir tveimur árum. Það verður spennandi að sjá þetta."

Ísland er í D-riðli á HM í sumar með Argentínu, Nígeríu og Króatíu. Heldur Hangeland að Ísland fari áfram í 16-liða úrslitin?

„Ég held ekki en ég bjóst heldur ekki við því í Frakklandi. Þetta veltur mikið á því hvort Gylfi Sigurðsson verði heill, hann er mikilvægur leikmaður. Ísland þarf að spila sinn besta leik og hafa smá heppni með sér í liði. Þá veit maður aldrei."

Hangeland mætti íslenska liðinu í undankeppni HM 2010 og EM 2012. Hver er hans uppáhalds leikmaður í liðinu?

„Það hlýtur að vera Sigurðsson, er það ekki? Ég hef spilað oft gegn honum og hann er öflugur leikmaður. Hann er stjarnan en hann hleypur til baka og leggur hart að sér. Hann er ósérhlífinn. Allir íslenskir leikmenn eru þannig og í Noregi er borin mikil virðing fyrir liðinu hjá Íslandi og leikmönnunum. Vonandi getum við gert eitthvað svipað með landsliðið okkar," sagði hinn geðþekki Hangeland.

Ísland og Noregur mætast á Laugardalsvelli klukkan 20:00 annað kvöld en miðasalan fer fram á midi.is.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner