De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   fim 01. júní 2023 13:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrirliði Keflavíkur setur stórt spurningamerki við fyrsta markið
watermark Kristrún Ýr í leik með Keflavík.
Kristrún Ýr í leik með Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristrún Ýr Holm, fyrirliði Keflavíkur, var ósátt við mark sem liðið fékk á sig gegn Stjörnunni í gær.

Vafaatriði var um það hvort boltinn hefði verið inni eða ekki, en dómararnir gáfu bendingu um mark.

Lestu um leikinn: Stjarnan 3 -  0 Keflavík

„Ég til í að sjá hvort þetta hafi verið mark því mér fannst hann ekki vera inni," sagði Kristrún eftir leikinn í gær en henni fannst markið svolítið slá Keflavík út af laginu. „Mér fannst við eiga að stíga upp eftir það mark sem við gerðum ekki."

Kristrún birti myndband af markinu á samfélagsmiðlinum Twitter í dag en hún er greinilega ósátt við að það hafi verið dæmt gott og gilt.

„Ég skil ekki ákvörðun dómara að dæma þetta mark þegar reglurnar eru skýrar um að allur boltinn þarf að vera inni. Hér er hann svo langt frá því. Er þetta standardinn í efstu deild? Dæmi hver fyrir sig," skrifar Kristrún en hægt er að sjá myndbandið af markinu hér fyrir neðan.

Það er nokkur erfitt að sjá frá þessu sjónarhorni að boltinn hafi verið allur inni, en líkt og Kristrún segir: 'Dæmi hver fyrir sig'.


Athugasemdir
banner
banner
banner