Amorim með áhugaverða klásúlu - Man City sýnir Mainoo áhuga - Juve vill Silva - Liverpool gæti gert tilboð í Araujo
   sun 01. júní 2025 16:17
Brynjar Ingi Erluson
Formaður Vestra: KR þurfti hjálp frá gula liðinu
Samúel var allt annað en sáttur með dómgæsluna í Laugardalnum
Samúel var allt annað en sáttur með dómgæsluna í Laugardalnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs Vestra, segir dómgæsluna hafa verið óboðlega í 2-1 tapi liðsins gegn KR í Bestu deildinni í dag.

Lestu um leikinn: KR 2 -  1 Vestri

VAR hefði komið að góðum notum á AVIS-vellinum í dag en nokkuð var um umdeild atvik.

Atvikið sem Samúel er væntanlega að tala um er markið sem Daði Berg Jónsson skoraði tæpum tuttugu mínútum fyrir leikslok, mark sem hefði komið Vestra í tveggja marka forystu á mikilvægum tímapunkti leiksins.

Markið var dæmt af vegna rangstöðu en það virtist rangur dómur þar sem Aron Þórður Albertsson virtist spila Daða réttstæðan. Stuttu eftir það jafnaði KR áður en Atli Hrafn Andrason tryggði KR sigurinn með marki undir lok leiks.

„KR þurfti hjálp frá gula liðinu í dag! Algjörlega óboðlegt að það sjá þetta allir nema gaurinn sem á að dæma þetta!“ sagði Samúel á X.


Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 22 12 6 4 47 - 27 +20 42
2.    Valur 22 12 4 6 53 - 35 +18 40
3.    Stjarnan 22 12 4 6 43 - 35 +8 40
4.    Breiðablik 22 9 7 6 37 - 35 +2 34
5.    FH 22 8 6 8 41 - 35 +6 30
6.    Fram 22 8 5 9 32 - 31 +1 29
7.    ÍBV 22 8 5 9 24 - 28 -4 29
8.    KA 22 8 5 9 29 - 39 -10 29
9.    Vestri 22 8 3 11 23 - 28 -5 27
10.    KR 22 6 6 10 42 - 51 -9 24
11.    ÍA 22 7 1 14 26 - 43 -17 22
12.    Afturelding 22 5 6 11 29 - 39 -10 21
Athugasemdir
banner
banner