Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 01. júlí 2022 13:55
Elvar Geir Magnússon
Engin frægðarferð Hans Mpongo til Eyja - Farinn frá ÍBV
Hermann Hreiðarsson og Hans Mpongo.
Hermann Hreiðarsson og Hans Mpongo.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Hans Mpongo hefur yfirgefið ÍBV eftir skamma viðveru hjá félaginu.

Hann kom við sögu í fimm leikjum en fjórir af þeim töpuðust, þá kom hann af bekknum í markalausu jafntefli gegn ÍA.

Hans veru í Vestmannaeyjum verður helst minnst fyrir það þegar hann ætlaði að taka mikilvæga vítaspyrnu þrátt fyrir að vera ekki vítaskytta ÍBV. Eftir rifrildi tók Andri Rúnar Bjarnason spyrnuna en klúðraði.

Hans er fæddur í Hollandi og gekk í raðir Brentford um áramótin síðustu. Hann lék með varaliði Brentford en áður var hann hjá Needham Market sem spilar í utandeildinni.

Hans er fæddur árið 2003 og er félagslaus.

ÍBV er í neðsta sæti Bestu deildarinnar og hefur enn ekki unnið leik.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner