Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
banner
   mán 01. ágúst 2016 21:54
Ívan Guðjón Baldursson
Gunni Borgþórs: Klaufar á síðasta þriðjungnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Rafn Borgþórsson, þjálfari Selfoss, var ánægður eftir markalaust jafntefli við Keflavík á heimavelli.

Selfoss er í 6. sæti Inkasso-deildarinnar, fimm stigum á eftir Keflvíkingum sem eru í 4. sæti.

„Ég er mjög ánægður með liðið. Mér fannst við sýna mikinn kraft, gott skipulag, héldum hreinu, spiluðum mjög góðan varnarleik og Vignir ver víti," sagði Gunni.

„Við vorum klaufar oft á síðasta þriðjungnum, ákvarðanatakan var oft ekki nógu góð og svo féll touchið ekki fyrir okkur í þessum góðu færum."

Gunni hljómar spenntur fyrir framtíð Selfoss liðsins og segir það vera markmið félagsins að fara upp í Pepsi-deildina á næstu þremur árum.

„Við erum með yfirlýst markmið að stefna upp á næstu þrem árum og erum í uppbygingarfasa. Til dæmis í dag settum við ungan strák inn í sinn fyrsta meistaraflokksleik og hikum ekkert við það.

„Skammtímamarkmiðið er áfram að reyna að vinna leiki, komast nær bestu liðunum og í rauninni að vera að keppa við efstu liðin, en ekki vera að keppa við liðin sem eru fyrir neðan okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner