Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   mán 01. ágúst 2022 22:24
Stefán Marteinn Ólafsson
Dóri Árna: Við erum bara í góðum rythma
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik fengu Skagamenn í heimsókn í kvöld þegar 15.umferð Bestu deildarinnar hélt áfram göngu sinni.

Breiðablik voru fyrir umferðina á toppnum með 35 stig en Skagamenn sátu á botni deildarinnar með 8 stig.


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 ÍA

„Alltaf gott að vinna, frábært að fá þrjú stig og erfiður leikur, Skaginn er auðvitað erfiðir, vörðust vel og breikuðu hratt með fljóta og duglega stráka frammi sem hlupu, börðust og djöfluðust í okkur og refsuðu okkur og komust í 1-0 en við svöruðum því vel með tveimur mörkum á skömmum tíma og kláruðum þetta svo með þriðja markinu." Sagði Halldór Árnason aðstoðarþjálfari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

Breiðablik voru lengi í gang og virtist þetta vera einn af þessum leikjum þar sem ekkert ætlaði að detta fyrir þá en Dóri vildi þó ekki meina að það hafi verið neitt panic að lenda undir.

„Nei maður dettur ekki í panic-ið strax. Ég var vonsvikinn að það hafi verið dæmt af markið sem Ísak skoraði. Ég gat ekki séð annað en að þetta hafi verið fullkomnlega löglegt mark og ég veit ekki hvort að þeir hafi haldið að Jason hafi haft áhrif á eitthvað, hann var eitthvað að þvælast þarna en það hafði enginn áhrif á eitt né neitt og bara fullkomnlega löglegt mark og hefðum átt að komast í 1-0 þar en svekkjandi að fá svo mark beint í andlitið en mér fannst menn svara því vel þegar Kiddi jafnar leikinn þá var það svolítið búið að liggja í loftinu og svo fáum við gott skallamark strax í kjölfarið og bara virkilega vel svarað."

Nánar er rætt við Halldór Árnason aðstoðarþjálfara Breiðabliks í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner