Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari Breiðabliks var vissulega kátur eftir öruggan 4-0 sigur á Fylki í Pepsi-deildinni í kvöld.
Hann segir þetta hafa verið markmiðið fyrir leikinn, ekki bara að vinna heldur vinna sannfærandi.
Hann segir þetta hafa verið markmiðið fyrir leikinn, ekki bara að vinna heldur vinna sannfærandi.
Lestu um leikinn: Breiðablik 4 - 0 Fylkir
„Þetta var það sem við stefndum að, taka þrjú stig og vinna sannfærandi."
Breiðablik skoraði þrjú mörk á fimm mínútum í fyrri hálfleiknum og var leikurinn í rauninni búinn eftir það.
„Leikurinn var svo gott sem búinn eftir það en maður hefði viljað spila aðeins betur í seinni hálfleik."
Blikar tryggðu sér sæti í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar um helgina og sagði Þorsteinn hafa séð þreytumerki á liðinu eftir ferðalag.
„Við vorum að spila þrjá leiki á fimm sólarhringum og það er puð."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir























