Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 01. september 2024 22:15
Stefán Marteinn Ólafsson
Danijel Djuric ekki valinn í u21: Þetta var mitt svar
Danijel Dejan Djuric
Danijel Dejan Djuric
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingar tóku á móti Valsmönnum í stórleik 21.umferðar Bestu deildar karla á heimavelli hamingjunnar í kvöld.

Útlitið var orðið heldur svart í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sá maður styrk Víkinga og þeir snéru leiknum sér í hag og unnu virkilega sterkan endurkomu sigur.


Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 -  2 Valur

„Þetta var örugglega bara það skemmtilegasta sem ég hef gert. Þetta er fótbolti og er bara geggjað." Sagði Danijel Dejan Djuric eftir sigurinn í kvöld.

Víkingar lentu einum manni færri snemma leiks og fóru inn í hálfleikinn tveimur mörkum undir en í síðari hálfleik snéru þeir leiknum algjörlega við og sóttu sterkan sigur. 

„Mér leið samt ekki eins og við værum eitthvað eftir á. Tíu á móti ellefu þá finnurðu og sérðu eins og mörg lið fari í 'low block'. Við vorum ekki í 'low block', við vorum að fá færi í fyrri hálfleik og vissum að ef við myndum skora eitt mark þá myndi koma annað og þriðja. Þetta var bara geggjað." 

Danijel Dejan Djuric var ekki valinn í u21 landsliðið fyrir komandi verkefni og viðurkenndi hann að hann væri örlítið pirraður yfir þvi.

„Maður er búin að fara í smá öldudal hérna og smá pirraður að maður hafi ekki verið valinn í u21 og þetta var mitt svar til hans. 

„Ég sýni það bara á vellinum. Það er það eina sem ég geri og ég vissi líka þegar ég vaknaði í morgun að ég væri að fara gera geggjað í dag.  Þetta var geggjaður leikur hjá mér og bara eins og ég segi þá svara ég honum á vellinum og ég vona að hann hafi séð leikinn uppi í stúku eða heima hjá sér. Mér fannst þetta geggjað svar." 

Nánar er rætt við Danijel Dejan Djuric í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner