Tottenham reynir við Savinho og Paz - Ensk stórlið vilja Rodrygo - Donnarumma með munnlegt samkomulag við City
Kjartan Kári: Lengi á æfingavellinum að taka aukaspyrnur
Láki: Fullt af hlutum sem við vorum ósáttir við dómgæsluna
Heimir Guðjóns: Kjartan Kári bjargaði okkur
Birgir Baldvins: Þetta er mitt mark!
Haddi: Það er gott jafnvægi í hópnum
Rúnar Kristins: Við erum í fallbaráttu og menn verða að gera sér grein fyrir því
Átti sinn besta leik til þessa gegn gömlu félögunum - „Ótrúleg stemning"
Njarðvíkingar féllu á prófinu - „Eitthvað sem hann þarf að læra"
Magnaður dagur í Þorpinu - „Tímamótadæmi að fá svona stuðning"
Alli Jó: Algjörlega á okkur að ná í úrslit og vinna fótboltaleiki
Halli: Þetta gæti endað á að snúast um markatölu
Jón Daði: Er með háa standarda á sjálfum mér
Jóhann Birnir: 1-0 er hættuleg forysta
Bjarni Jó: Handónýtur fyrri hálfleikur
Gústi Gylfa: Náðum ekki alveg að spila okkar leik
„Hvernig færi viltu fá ef þú skorar ekki úr þessum?“
Hemmi: Tiltölulega slakur í stúkunni og naut þess að horfa á frábæran fótbolta
Þórsarar ósigraðir frá komu Greko - „Finnum lyktina af einhverju"
Agla María: Auðvitað hefði ég viljað fá þrennuna
Donni: Lang besta liðið á landinu
   sun 01. september 2024 19:45
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Gott að sjá menn takast á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Erfiður leikur og fyrri hálfleikur jafn. Þeir bara mjög hættulegir í föstu leikatriðunum sínum, og fengu líka auðvitað mjög gott færi þegar við réttum þeim boltan. Svo fannst mér seinni hálfleikurinn vera bara okkar, mér fannst þeir ekki ná að skapa sér neitt, ekki sem ég man eftir  Ótrúlega öflugt lið hjá okkur í dag, bara allir sem komu að þessu, mjög ánægður með hópinn."


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Stjarnan

Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir að liðið hans vann 3-0 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Það var hart tekist á í leiknum þar sem þó nokkrum sinnum var kallað eftir einhverju öðru en það sem dómarinn dæmdi.

„Sennilega eins og við var að búast fyrir þennan leik. Þeir voru bara þéttir, og þetta er bara lið sem er fast fyrir og eru aggressívir, og við erum það líka. Þannig ég held að það hefði alveg mátt leggja undir það fyrir leik að þetta yrði fastur leikur. Bara skemmtilegt, gott að sjá menn takast á."

Þegar þessi frétt er skrifuð er í gangi leikur HK og Fram. Ef að HK vinnur þann leik þá eru Stjörnumenn öruggir í efri hlutanum þegar kemur að skiptingu deildar. Sigurinn í dag því afar mikilvægur fyrir liðið.

„Mikilvægast er að við erum að byggja ofan á það sem við erum að gera, mér finnst við verða betri á milli leikja. Mér finnst það svona mikilvægasta og stærsta sem við tökum út úr þessu. Við erum að komast á góðan stað, og gott skrið. Ég held að það sé svona það stærsta sem við horfum í."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner