Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   sun 01. september 2024 19:45
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Gott að sjá menn takast á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Erfiður leikur og fyrri hálfleikur jafn. Þeir bara mjög hættulegir í föstu leikatriðunum sínum, og fengu líka auðvitað mjög gott færi þegar við réttum þeim boltan. Svo fannst mér seinni hálfleikurinn vera bara okkar, mér fannst þeir ekki ná að skapa sér neitt, ekki sem ég man eftir  Ótrúlega öflugt lið hjá okkur í dag, bara allir sem komu að þessu, mjög ánægður með hópinn."


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Stjarnan

Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir að liðið hans vann 3-0 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Það var hart tekist á í leiknum þar sem þó nokkrum sinnum var kallað eftir einhverju öðru en það sem dómarinn dæmdi.

„Sennilega eins og við var að búast fyrir þennan leik. Þeir voru bara þéttir, og þetta er bara lið sem er fast fyrir og eru aggressívir, og við erum það líka. Þannig ég held að það hefði alveg mátt leggja undir það fyrir leik að þetta yrði fastur leikur. Bara skemmtilegt, gott að sjá menn takast á."

Þegar þessi frétt er skrifuð er í gangi leikur HK og Fram. Ef að HK vinnur þann leik þá eru Stjörnumenn öruggir í efri hlutanum þegar kemur að skiptingu deildar. Sigurinn í dag því afar mikilvægur fyrir liðið.

„Mikilvægast er að við erum að byggja ofan á það sem við erum að gera, mér finnst við verða betri á milli leikja. Mér finnst það svona mikilvægasta og stærsta sem við tökum út úr þessu. Við erum að komast á góðan stað, og gott skrið. Ég held að það sé svona það stærsta sem við horfum í."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir