Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
banner
   sun 01. september 2024 19:45
Haraldur Örn Haraldsson
Jökull: Gott að sjá menn takast á
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Erfiður leikur og fyrri hálfleikur jafn. Þeir bara mjög hættulegir í föstu leikatriðunum sínum, og fengu líka auðvitað mjög gott færi þegar við réttum þeim boltan. Svo fannst mér seinni hálfleikurinn vera bara okkar, mér fannst þeir ekki ná að skapa sér neitt, ekki sem ég man eftir  Ótrúlega öflugt lið hjá okkur í dag, bara allir sem komu að þessu, mjög ánægður með hópinn."


Lestu um leikinn: FH 0 -  3 Stjarnan

Sagði Jökull Elísabetarson þjálfari Stjörnunnar eftir að liðið hans vann 3-0 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Það var hart tekist á í leiknum þar sem þó nokkrum sinnum var kallað eftir einhverju öðru en það sem dómarinn dæmdi.

„Sennilega eins og við var að búast fyrir þennan leik. Þeir voru bara þéttir, og þetta er bara lið sem er fast fyrir og eru aggressívir, og við erum það líka. Þannig ég held að það hefði alveg mátt leggja undir það fyrir leik að þetta yrði fastur leikur. Bara skemmtilegt, gott að sjá menn takast á."

Þegar þessi frétt er skrifuð er í gangi leikur HK og Fram. Ef að HK vinnur þann leik þá eru Stjörnumenn öruggir í efri hlutanum þegar kemur að skiptingu deildar. Sigurinn í dag því afar mikilvægur fyrir liðið.

„Mikilvægast er að við erum að byggja ofan á það sem við erum að gera, mér finnst við verða betri á milli leikja. Mér finnst það svona mikilvægasta og stærsta sem við tökum út úr þessu. Við erum að komast á góðan stað, og gott skrið. Ég held að það sé svona það stærsta sem við horfum í."

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir