Víkingar tóku á móti Valsmönnum í stórleik 21.umferðar Bestu deildar karla á heimavelli hamingjunnar í kvöld.
Útlitið var orðið heldur svart í fyrri hálfleik en í síðari hálfleik sá maður styrk Víkinga og þeir snéru leiknum sér í hag og unnu virkilega sterkan endurkomu sigur.
Lestu um leikinn: Víkingur R. 3 - 2 Valur
„Ég er mjög stoltur af mínu liði. Hvernig þeir spiluðu hérna í dag og brugðust við allskonar upp á komum. " Sagði Sölvi Geir Ottesen sem stýrði liði Víkinga í dag í fjarveru Arnars Gunnlaugssonar sem tók út leikbann.
„Við byrjuðum af mikil krafti og lendum svo í því að fá rautt spjald þarna frekar snemma í leiknum. Þeir fá svo tilviljunarkennd mörk skömmu eftir að við missum mann útaf og annað markið að sama skapi tilviljunarkennt. Þetta er bara kross fyrir og hann fer af öðrum manni og dettur fyrir þá. Við erum í flottu 'shape-i' inni í teignum þannig ekkert svo sem að setja út á það, erum nátturlega manni færri."
„Það er bara hvernig við bregðumst við eftir að vera 2-0 undir. Við höldum áfram og við erum bara töluvert betra liðið í fyrri hálfleik. Við töluðum um það í hálfleik að við ætluðum að halda í trúnna og við ætluðum okkur sigurinn þó við værum einum manni færri og 2-0 undir að þá var bara einhver tilfining hvernig fyrri hálfleikurinn endaði. Við vorum með stjórn á leiknum einum manni færri þannig við héldum í trúnna og komum í seinni hálfleikinn bara af sama krafti."
„Það svo sem hjálpar að þeir misstu leikmann útaf og þá gengum við bara á lagið og komum okkur tilbaka með góðum stuðningi frá stúkunni."
Nánar er rætt við Sölva Geir Ottesen í spilaranum fyrir ofan.

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |