Man City bjartsýnt á að skáka Liverpool í baráttu um Guehi - Man City hefur áhuga á Michael Kayode - Rudiger aftur til Chelsea?
   mán 01. september 2025 11:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hákon um arftaka Donnarumma: Skrifið nafnið hans á Youtube
Lucas Chevalier.
Lucas Chevalier.
Mynd: PSG
Gianluigi Donnarumma er á leiðinni til Manchester City. Luis Enrique, stjóri Paris Saint-Germain, tók ákvörðun í sumar að skipta Donnarumma út fyrir Lucas Chevalier.

Donnarumma var stórkostlegur með PSG á síðasta tímabili og hjálpaði liðinu að vinna Meistaradeildina en Enrique sá eitthvað sérstakt í Chevalier.

Hákon Arnar Haraldsson spilaði með Chevalier hjá Lille en hann var spurður út í hann í viðtali við Fótbolta.net og Livey á dögunum.

„Þú getur bara skrifað nafnið hans á Youtube og skoðað klippurnar frá því í fyrra," sagði Hákon.

„Hann bjargaði ekkert eðlilega oft stigum fyrir okkur. Hann er ótrúlegur í markinu og ver skot sem maður býst aldrei við því að hann verji. Svo gerir hann aldrei aulamistök. Þetta eru góð kaup hjá PSG að mínu mati."


Athugasemdir
banner
banner
banner