Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
   fim 01. október 2020 20:38
Arnar Laufdal Arnarsson
Dóri Árna: Við höfum spilað betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mættust Breiðablik og KA í Pepsi-Max deild karla þar sem leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir mörk frá Sveini Margeiri Haukssyni og Viktori Karli Einarssyni.

"Svekkelsi, mér fannst við fá það marga sénsa í þessum leik að við áttum bara að klára þetta þótt við höfum kannski spilað betur en tækifærin voru það góð og sénsarnir það margir að við áttum að klára þennan leik" Sagði Halldór Árnason í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

Anton Ari gerði sig sekan um mistök í marki KA, var þetta sendingin sem þjálfarateymi Blika vildi sjá Anton reyna?

"Hugmyndin var fín en framkvæmdin heppnaðist ekki alveg en það átti auðvitað margt eftir að gerast og þetta skot er auðvitað meiriháttar flott og geggjað mark og ég er ekki viss um að hann myndi hitta hann oft svona í viðbót, auðvitað hefði ég viljað fá boltann bara út á Viktor en stundum er þetta bara svona og við bara tökum það á kassann"

Blikar voru mun meira með boltann í kvöld og voru að koma sér í mikið af góðum stöðum en náðu ekki að skora, hefur Halldór útskýringar á þessu?

"Þetta er svoldið mikið bara stöngin út stöngin inn, bjargað á línu, skot í mann, menn hitta ekki boltann, skot framhjá en kannski erfitt að útskýra þetta nánar, þeir voru oft bara ógeðslega þéttir, spiluðu á löngum köflum með sex manna línu og eru ótrúlega vel skipulagðir og þétt lið"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner