Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
   fim 01. október 2020 20:38
Arnar Laufdal Arnarsson
Dóri Árna: Við höfum spilað betur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld mættust Breiðablik og KA í Pepsi-Max deild karla þar sem leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir mörk frá Sveini Margeiri Haukssyni og Viktori Karli Einarssyni.

"Svekkelsi, mér fannst við fá það marga sénsa í þessum leik að við áttum bara að klára þetta þótt við höfum kannski spilað betur en tækifærin voru það góð og sénsarnir það margir að við áttum að klára þennan leik" Sagði Halldór Árnason í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  1 KA

Anton Ari gerði sig sekan um mistök í marki KA, var þetta sendingin sem þjálfarateymi Blika vildi sjá Anton reyna?

"Hugmyndin var fín en framkvæmdin heppnaðist ekki alveg en það átti auðvitað margt eftir að gerast og þetta skot er auðvitað meiriháttar flott og geggjað mark og ég er ekki viss um að hann myndi hitta hann oft svona í viðbót, auðvitað hefði ég viljað fá boltann bara út á Viktor en stundum er þetta bara svona og við bara tökum það á kassann"

Blikar voru mun meira með boltann í kvöld og voru að koma sér í mikið af góðum stöðum en náðu ekki að skora, hefur Halldór útskýringar á þessu?

"Þetta er svoldið mikið bara stöngin út stöngin inn, bjargað á línu, skot í mann, menn hitta ekki boltann, skot framhjá en kannski erfitt að útskýra þetta nánar, þeir voru oft bara ógeðslega þéttir, spiluðu á löngum köflum með sex manna línu og eru ótrúlega vel skipulagðir og þétt lið"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner