Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fim 01. október 2020 16:22
Magnús Már Einarsson
Meistaradeildin: Erfiður riðill Man Utd - Mikael mætir Liverpool
Búið er að draga í riðla í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar og framundan er ýmsar áhugaverðar viðureignir.

Manchester United mætir PSG en enska liðið vann viðureign þessara liða í 16-liða úrslitum á eftirminnilegan hátt árið 2019. RB Leipzig og Istanbul Basaksehir er einnig í þessum sterka H-riðli.

Liverpool mætir Ajax, Atalanta og Midtjylland í D-riðlinum en íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Anderson leikur með síðastnefnda liðinu.

Núverandi meistarar í Bayern Munchen verða í riðli með Atletico Madrid. Juventus og Barcelona eru saman í G-riðli en þar mætast Cristiano Ronaldo og Lionel Messi.

Ögmundur Kristinsson og félagar í Olympiakos mæta meðal annars liði Manchester City.

Fyrstu leikirnir í riðlakeppninni fara fram 20-21. október næstkomandi.

A-riðill:
Bayern Munchen
Atletico Madrid
Salzburg
Lokomotiv Moskva

B-riðill:
Real Madrid
Shakhtar Donetsk
Inter
Gladbach

C-riðill:
Porto
Manchester City
Olympiakos
Marseille

D-riðill:
Liverpool
Ajax
Atalanta
Midtjylland

E-riðill:
Sevilla
Chelsea
Krasnodar
Rennes

F-riðill:
Zenit St. Pétursborg
Borussia Dortmund
Lazio
Club Brugge

G-riðill:
Juventus
Barcelona
Dynamo Kiev
Ferencvaros

H-riðill:
PSG
Manchester United
RB Leipzig
Istanbul Basaksehir
Athugasemdir