Chelsea tilbúið að selja Enzo - Man Utd vill Gomes - Anderson og Wharton líka á óskalista United
   lau 01. október 2022 13:22
Ívan Guðjón Baldursson
England: Arsenal tók Tottenham í kennslustund
Mynd: EPA

Arsenal 3 - 1 Tottenham
1-0 Thomas Partey ('20)
1-1 Harry Kane ('31, víti)
2-1 Gabriel Jesus ('49)
3-1 Granit Xhaka ('67)
Rautt spjald: Emerson Royal, Tottenham ('62)


Arsenal er í góðri stöðu eftir frábæran sigur í toppbaráttu ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Arsenal tók á móti erkifjendum sínum úr Tottenham og vann sannfærandi sigur.

Thomas Partey kom Arsenal yfir með fallegu marki utan vítateigs þar sem hann lagði boltann viðstöðulaust upp í samskeytin. Harry Kane jafnaði úr vítaspyrnu tíu mínútum síðar og var staðan jöfn eftir fjörugan fyrri hálfleik þar sem heimamenn sýndu þó þokkalega yfirburði.

Í síðari hálfleik jukust yfirburðir Arsenal og kom Gabriel Jesus sínum mönnum yfir strax í upphafi. Hann fylgdi þá skoti Bukayo Saka eftir með marki en hægt að setja spurningarmerki við hvort Hugo Lloris hafi átt að halda skotinu betur eða vera sneggri að bregðast við eftir að hafa misst boltann frá sér.

Emerson Royal fékk beint rautt spjald á 62. mínútu fyrir að traðka á fæti Gabriel Martinelli með hælnum og svaraði Granit Xhaka þessu broti með marki fimm mínútum síðar.

Xhaka gerði þar með út um leikinn og urðu lokatölur 3-1 fyrir Arsenal sem hefði getað unnið stærra. Frábær sigur fyrir Mikel Arteta og lærisveina hans sem eru með fjögurra stiga forystu á toppi úrvalsdeildarinnar. Manchester City er í öðru sæti og tekur á móti nágrönnum sínum í Manchester United á morgun.

Tottenham situr eftir við hlið Man City í þriðja sæti með 17 stig.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 22 15 5 2 40 14 +26 50
2 Man City 22 13 4 5 45 21 +24 43
3 Aston Villa 22 13 4 5 33 25 +8 43
4 Liverpool 22 10 6 6 33 29 +4 36
5 Man Utd 22 9 8 5 38 32 +6 35
6 Chelsea 22 9 7 6 36 24 +12 34
7 Brentford 22 10 3 9 35 30 +5 33
8 Newcastle 22 9 6 7 32 27 +5 33
9 Sunderland 22 8 9 5 23 23 0 33
10 Everton 22 9 5 8 24 25 -1 32
11 Fulham 22 9 4 9 30 31 -1 31
12 Brighton 22 7 9 6 32 29 +3 30
13 Crystal Palace 22 7 7 8 23 25 -2 28
14 Tottenham 22 7 6 9 31 29 +2 27
15 Bournemouth 22 6 9 7 35 41 -6 27
16 Leeds 22 6 7 9 30 37 -7 25
17 Nott. Forest 22 6 4 12 21 34 -13 22
18 West Ham 22 4 5 13 24 44 -20 17
19 Burnley 22 3 5 14 23 42 -19 14
20 Wolves 22 1 5 16 15 41 -26 8
Athugasemdir
banner