Hvað gerir Guardiola? - Laporta vill Haaland - Man Utd fylgist með Eze - Pogba hafnar rússnesku félagi
   þri 01. október 2024 19:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Le Normand fékk mjög slæma höfuðáverka gegn Real Madrid
Mynd: EPA

Það er ljóst að Robin Le Normand, varnarmaður Atletico Madrid, verður lengi frá eftir að hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum í leik gegn Real Madrid um helgina.


Le Normand lenti í samstuði við Aurelien Tchouameni miðjumann Real Madrid og Atletico hefur greint frá því að hann hafi orðið fyrir heilaskaða en æð við heilann sprakk.

Félagið mun fylgja þeim reglum sem settar hafa verið í tengslum við höfuðáverka og munu reyna gera allt til að koma honum aftur inn á völlinn.

Le Normand er 27 ára gamall spænskur miðvörður en hann gekk til liðs við Atletico frá Real Sociedad í sumar.


Athugasemdir
banner
banner