Pep Guardiola, stjóri Manchester City, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Framundan er leikur gegn Tottenham á °sunnudag. Leikurinn hefst klukkan 16:30 og fer fram á heimavelli City.
Stjóri Tottenham, Ange Postecoglou, hefur fengið mikið lof fyrir hans innkomu í enska boltann.
Stjóri Tottenham, Ange Postecoglou, hefur fengið mikið lof fyrir hans innkomu í enska boltann.
„Hann er þegar búinn að ná þessu á stuttum tíma. Líka í leikjum sem þeir hafa ekki unnið að undanförnu. Ég er mjög hrifinn af mörgu sem þeir gera - þeir búa til færi, eru aggressívir á öllum stöðum. Hann kom hingað með ekkert og á fáum mánuðum er hægt að sjá að Spurs er hans lið."
„Öll lið sem spila af þrá og vilja gera það út frá stjóranum. Hann gerði þetta í Japan og í Glasgow með Celtic."
„Hann gerir fótboltann að betri stað. Ég nýt þess að horfa á þá spila og nálgunina sem þeir eru með. Hann var snöggur að ná sínu í gegn og hefur gert mjög vel."
„Spurs er frábært lið. Já, það vantar mikilvæga leikmen, en ég sá fyrstu 20 mínúturnar gegn Aston Villa. Þeir sköpuðu fullt af færum og eru mjög góðir í fótbolta."
Postecoglou og Guardiola mættust fyrst þegar City fór í æfingaferð til Japan og mætti þar Yokohama undir stjórn Ástralans.
„Ég sá klippur af þeim spila og hugsað vá, þetta líkar mér. Ég sagði mínum mönnum að við værum að mæta góðu liði. Við unnum því við vorum með betri leikmenn," sagði sá spænski.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Liverpool | 21 | 15 | 5 | 1 | 50 | 20 | +30 | 50 |
2 | Arsenal | 22 | 12 | 8 | 2 | 43 | 21 | +22 | 44 |
3 | Nott. Forest | 22 | 13 | 5 | 4 | 33 | 22 | +11 | 44 |
4 | Chelsea | 22 | 11 | 7 | 4 | 44 | 27 | +17 | 40 |
5 | Man City | 22 | 11 | 5 | 6 | 44 | 29 | +15 | 38 |
6 | Newcastle | 22 | 11 | 5 | 6 | 38 | 26 | +12 | 38 |
7 | Bournemouth | 22 | 10 | 7 | 5 | 36 | 26 | +10 | 37 |
8 | Aston Villa | 22 | 10 | 6 | 6 | 33 | 34 | -1 | 36 |
9 | Brighton | 22 | 8 | 10 | 4 | 35 | 30 | +5 | 34 |
10 | Fulham | 22 | 8 | 9 | 5 | 34 | 30 | +4 | 33 |
11 | Brentford | 22 | 8 | 4 | 10 | 40 | 39 | +1 | 28 |
12 | Crystal Palace | 22 | 6 | 9 | 7 | 25 | 28 | -3 | 27 |
13 | Man Utd | 22 | 7 | 5 | 10 | 27 | 32 | -5 | 26 |
14 | West Ham | 22 | 7 | 5 | 10 | 27 | 43 | -16 | 26 |
15 | Tottenham | 22 | 7 | 3 | 12 | 45 | 35 | +10 | 24 |
16 | Everton | 21 | 4 | 8 | 9 | 18 | 28 | -10 | 20 |
17 | Wolves | 22 | 4 | 4 | 14 | 32 | 51 | -19 | 16 |
18 | Ipswich Town | 22 | 3 | 7 | 12 | 20 | 43 | -23 | 16 |
19 | Leicester | 22 | 3 | 5 | 14 | 23 | 48 | -25 | 14 |
20 | Southampton | 22 | 1 | 3 | 18 | 15 | 50 | -35 | 6 |
Athugasemdir