Eru eigendur City að hafa óeðlileg áhrif á dómgæsluna í ensku úrvalsdeildinni?
Álhatturinn er hressandi hlaðvarp þar sem félagarnir Haukur, Ómar og Guðjón taka til umræðu hinar ýmsu samsæriskenningar og rannsaka þær. Í nýjasta þætti þeirra beina þeir sjónum sínum að fótbolta.
Álhatturinn er hressandi hlaðvarp þar sem félagarnir Haukur, Ómar og Guðjón taka til umræðu hinar ýmsu samsæriskenningar og rannsaka þær. Í nýjasta þætti þeirra beina þeir sjónum sínum að fótbolta.
Taka þeir fyrir kenningu sem hefur orðið talsvert háværari á þessu tímabili, þar sem því er velt upp hvort eigendur Manchester City séu að hafa óeðlileg áhrif á dómgæslu í ensku úrvalsdeildinni í krafti auðæfa sinna.
Vitað er að þeir hafa boðið dómörum ensku deildarinnar að dæma vináttuleiki í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum og því velt upp hvort slíkar ferðir geti verið notaðar til að leggja óeðlilegan þrýsting á dómara að gefa City hagstæðari dómgæslu.
Hvort eitthvað er til í þessari kenningu látum við liggja milli hluta að sinni en félagarnir fara yfir víðan völl í þessari umræðu, ræða um spillingu Fifa í kringum HM, skandala fyrri tíma og ákærurnar sem City og önnur lið hafa fengið á sig.
Þátturinn er á Spotify og má finna hér.
Athugasemdir