Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   sun 02. febrúar 2020 21:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dómarinn ekki hrifinn af töktum Neymar og gaf honum gult spjald
Neymar.
Neymar.
Mynd: Getty Images
Neymar, stórstjarna Paris Saint-Germain í Frakklandi, lét dómarann Jerome Brisard heyra það eftir að Brisard spjaldaði hann í 5-0 sigri á Montpellier.

Í leiknum tók Neymar það sem er regnbogaflikk og vann innkast. Dómarinn var ekki ánægður og ákvað að gefa Neymar gult spjald. Líklega hefur hann talið Neymar vera að gera lítið úr andstæðingnum.

Neymar var ósáttur við spjaldið og gaf dómaranum orð í eyra. Í hálfleik heyrðist Neymar segja við liðsfélaga sinn, Marco Verratti, í göngunum: „Ég spila fótbolta og hann gefur mér gult spjald. Segðu honum að hann geti ekki gefið mér gult."

Dómarinn svaraði með því að segja: „Talaðu frönsku."

Neymar og félagar unnu eins og áður segir leikinn 5-0. PSG er á toppnum í Frakklandi með 13 stiga forskot á Marseille.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner