Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 02. febrúar 2023 11:35
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Harrison var á leið til Leicester en Leeds reif í handbremsuna - Fær launahækkun
Harrison var nálægt því að fara á Gluggadaginn.
Harrison var nálægt því að fara á Gluggadaginn.
Mynd: EPA
Jack Harrison, kantmaður Leeds, mun framlengja samning sinn við félagið ef marka má heimildir Sky Sports.

Fram kemur að Leeds hafi verið búið að samþykkja 20 milljóna punda tilboð frá Leicester á Gluggadeginum og mátti Harrison fara til Leeds til að klára skiptin.

Snemma þriðjudagskvölds var hann mættur til Leicester en þá var stjórn Leeds búin að taka ákvörðun, hringt var í hinn 26 ára gamla Harrison og honum sagt að ekkert yrði úr skiptinu.

Harrison átti að fá talsverða launahækkun með því að fara til Leicester en það sem sannfærði Harrison um að snúa aftur til Leeds var loforð sem hann fékk um að félagið myndi bjóða honum nýjan samning og hann fengi sömu laun og Leicester hafði boðið.

Harrison var keyptur til Leeds sumarið 2021 eftir að hafa verið á láni frá Manchester City í þrjú tímabil. Þar áður var hann hjá New York City og lék á sínum tíma með krakkaliðum Liverpool og Manchester United.
Athugasemdir
banner
banner