Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 02. mars 2021 21:45
Aksentije Milisic
Þýski bikarinn: Sancho skaut Dortmund í undanúrslit
Mynd: Getty Images
Gladbach 0-1 Dortmund
0-1 Jadon Sancho ('66)
Rautt spjald: Mahmoud Dahoud, Borussia D. ('90)

Borussia Mönchengladbach og Dortmund áttust við í átta liða úrslit þýska bikarsins í kvöld.

Leikurinn var nokkuð jafn eins og við mátti búast og var staðan markalaus þegar flautað var til leikhlés.

Á 53. mínútu skoraði Erling Braut Haaland fyrir gestina en markið var hins vegar dæmt af en atvikið var skoðað af VAR. Brot var dæmt í aðdraganda marksins og því stóð það ekki.

Það var síðan á 66. mínútu sem Jadon Sancho kom gestunum yfir. Það gerði hann eftir undirbúning frá Marco Reus. Sancho, sem byrjaði tímabilið hægt, hefur verið í frábæru formi eftir áramót.

Ekki var meira skorað í kvöld og því er Dortmund komið í undanúrslit bikarsins. Fyrr í dag var leik Regensburg og Werder Bremen frestað.
Athugasemdir
banner
banner