
Bandaríski markvörðurinn Katelyn Kellogg mun spila í marki Fjölnis í 2. deild kvenna í sumar.
Katelyn hefur síðustu ár spilað í háskólaboltanum í Bandaríkjunum áður en hún gekk til liðs við Greenville Liberty í USLW deildinni.
Hún mun nú spreyta sig á Íslandi og hefur samið um að spila með Fjölni í 2. deildinni.
Fjölnir féll úr Lengjudeildinni á síðasta ári eftir að hafa fengið aðeins fjögur stig úr átján leikjum.
Athugasemdir