Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 02. maí 2021 19:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Blikar vilja gleyma fyrstu 15 mínútum sínum
Óskar Örn er magnaður.
Óskar Örn er magnaður.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrstu 15 mínútur Breiðabliks á Íslandsmótinu í fótbolta 2021 voru hörmulegar.

Þeir eru að spila gegn KR á Kópavogsvelli og er staðan 2-0 fyrir KR. Hægt er að fara í beina textalýsingu frá leiknum með því að hérna.

KR er komið í 2-0. Óskar Örn Hauksson skoraði fyrsta markið. „Stefán Árni fær boltann á miðsvæðinu og rennir boltanum út til hægri á Óskar Örn sem keyrir inn að marki og á frábært skot rétt fyrir utan teig sem endar í nærhorninu!" skrifaði Arnar Laufdal í beinni textalýsingu.

Það er ekkert farið að hægjast á Óskari þrátt fyrir að hann sé að verða 37 ára gamall.

Fjórum mínútum eftir að Óskar skoraði, þá bætti Kennie Chopart við marki. „Kristján Flóki fer upp í skallaeinvígi á miðjum vallarhelmingi Blika, boltinn dettur á Kennie Chopart og það leit út eins og hann ætlaði að gefa fyrirgjöf fyrir markið. Anton í markinu er að búast við fyrirgjöf. Viti menn... fyrirgjöfin endar í markinu..." skrifaði Arnar Laufdal. Anton Ari leit ekki vel út í markinu.

Fjölmargir aðilar hafa spáð Blikum Íslandsmeistaratitilnum en þeir byrja ekki vel. Það er þó nóg eftir af þessum leik.



Athugasemdir
banner
banner
banner