PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   fös 02. júní 2023 22:13
Hafliði Breiðfjörð
Fred: Einn galdrakall og einn töframaður
Fred var geggjaður hjá Fram í kvöld.
Fred var geggjaður hjá Fram í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var góður leikur hjá okkur í kvöld, liðsandinn skilaði okkur þessum þremur stigum, virkilega vel gert," sagði Fred leikmaður Fram sem skoraði tvö og lagði upp eitt í 4 - 1 sigri á Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Keflavík

Leikurinn var í raun eins og dauðinn af skriðbeltunum langt framan af í fyrri hálfleik, eða þar til Fred skoraði glæsilegt mark í upppbótartíma fyrri hálfleiks með skoti fyrir utan teig í samskeytin.

„Keflavík er með gott lið sem berst mikið og hleypur mikið og því var þetta stöðubarátta í fyrri hálfleik. Svo náði ég góðu skoti á lokamínútum fyrri hálfleiks og það opnaði leikinn," sagði Fred.

„Ég gerði bara það sem ég geri daglega, ég æfi mikið alla daga á hverri einustu æfingu og svo er ég oft eftir æfingarnar að taka skotæfingar. Hann fór loksins inn þarna, Aron Jóhannsson öskraði og bað um boltann og þegar ég skaut sagði hann: Fred, come on! Ég er virkilega ánægður með að hafa skorað."

Í seinni hálfleik tók við sýning Fred og Tiago vinar hans í liðinu og það var í raun bara eitt lið á vellinum.

„Ég og Tiago höfum þekkst í fimm ár og hann er einn af mínum bestu vinum. Við náum virkilega vel saman og segjum bara nokkur orð á portúgölsku og þá kemur eitthvað. Hann er töframaður og ég fékk góða sendingu frá honum í síðasta markinu og þá á ég bara að skora," sagið hann.

En eru þeir þá tveir töframennirnir á vellinum? „Einn galdrakall og einn töframaður," sagði Fred og hló.

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner