Antoine Semenyo, Bruno Fernandes, Nicolas Jackson og fleiri koma við sögu.
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
banner
   fös 02. júní 2023 22:13
Hafliði Breiðfjörð
Fred: Einn galdrakall og einn töframaður
Fred var geggjaður hjá Fram í kvöld.
Fred var geggjaður hjá Fram í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var góður leikur hjá okkur í kvöld, liðsandinn skilaði okkur þessum þremur stigum, virkilega vel gert," sagði Fred leikmaður Fram sem skoraði tvö og lagði upp eitt í 4 - 1 sigri á Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Keflavík

Leikurinn var í raun eins og dauðinn af skriðbeltunum langt framan af í fyrri hálfleik, eða þar til Fred skoraði glæsilegt mark í upppbótartíma fyrri hálfleiks með skoti fyrir utan teig í samskeytin.

„Keflavík er með gott lið sem berst mikið og hleypur mikið og því var þetta stöðubarátta í fyrri hálfleik. Svo náði ég góðu skoti á lokamínútum fyrri hálfleiks og það opnaði leikinn," sagði Fred.

„Ég gerði bara það sem ég geri daglega, ég æfi mikið alla daga á hverri einustu æfingu og svo er ég oft eftir æfingarnar að taka skotæfingar. Hann fór loksins inn þarna, Aron Jóhannsson öskraði og bað um boltann og þegar ég skaut sagði hann: Fred, come on! Ég er virkilega ánægður með að hafa skorað."

Í seinni hálfleik tók við sýning Fred og Tiago vinar hans í liðinu og það var í raun bara eitt lið á vellinum.

„Ég og Tiago höfum þekkst í fimm ár og hann er einn af mínum bestu vinum. Við náum virkilega vel saman og segjum bara nokkur orð á portúgölsku og þá kemur eitthvað. Hann er töframaður og ég fékk góða sendingu frá honum í síðasta markinu og þá á ég bara að skora," sagið hann.

En eru þeir þá tveir töframennirnir á vellinum? „Einn galdrakall og einn töframaður," sagði Fred og hló.

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner