De Zerbi á blaði Real Madrid - Ekki hægt að laga samband Ten Hag og Sancho - Chelsea vill fá vinstri bakvörð
Varafyrirliði KFG: Hann gæti leikandi verið í hvaða liði sem er í Bestu
Búist við fjölmenni úr Garðabæ - „Ætla að vera í íslenska þjóðbúningnum“
Mikil spenna í Garðinum - „Góð sýning fyrir okkar litla bæjarfélag“
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
   fös 02. júní 2023 22:13
Hafliði Breiðfjörð
Fred: Einn galdrakall og einn töframaður
watermark Fred var geggjaður hjá Fram í kvöld.
Fred var geggjaður hjá Fram í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var góður leikur hjá okkur í kvöld, liðsandinn skilaði okkur þessum þremur stigum, virkilega vel gert," sagði Fred leikmaður Fram sem skoraði tvö og lagði upp eitt í 4 - 1 sigri á Keflavík í kvöld.


Lestu um leikinn: Fram 4 -  1 Keflavík

Leikurinn var í raun eins og dauðinn af skriðbeltunum langt framan af í fyrri hálfleik, eða þar til Fred skoraði glæsilegt mark í upppbótartíma fyrri hálfleiks með skoti fyrir utan teig í samskeytin.

„Keflavík er með gott lið sem berst mikið og hleypur mikið og því var þetta stöðubarátta í fyrri hálfleik. Svo náði ég góðu skoti á lokamínútum fyrri hálfleiks og það opnaði leikinn," sagði Fred.

„Ég gerði bara það sem ég geri daglega, ég æfi mikið alla daga á hverri einustu æfingu og svo er ég oft eftir æfingarnar að taka skotæfingar. Hann fór loksins inn þarna, Aron Jóhannsson öskraði og bað um boltann og þegar ég skaut sagði hann: Fred, come on! Ég er virkilega ánægður með að hafa skorað."

Í seinni hálfleik tók við sýning Fred og Tiago vinar hans í liðinu og það var í raun bara eitt lið á vellinum.

„Ég og Tiago höfum þekkst í fimm ár og hann er einn af mínum bestu vinum. Við náum virkilega vel saman og segjum bara nokkur orð á portúgölsku og þá kemur eitthvað. Hann er töframaður og ég fékk góða sendingu frá honum í síðasta markinu og þá á ég bara að skora," sagið hann.

En eru þeir þá tveir töframennirnir á vellinum? „Einn galdrakall og einn töframaður," sagði Fred og hló.

Nánar er rætt við hann í spilaranum að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner