Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 02. ágúst 2020 14:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Glódís fyrirliði er Rosengård fór á toppinn
Glódís á 84 A-landsleiki að baki fyrir Ísland.
Glódís á 84 A-landsleiki að baki fyrir Ísland.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan þaulreynda Glódís Perla Viggósdóttir var fyrirliði Rosengård er liðið bar 2-1 sigur úr býtum gegn Piteå í sænsku úrvalsdeildinni.

Rosengård leiddi 2-0 í hálfleik en Piteå náði að minnka muninn snemma í seinni hálfleik og setja pressu á Rosengård. Jöfnunarmarkið kom hins vegar ekki og lokatölur 2-1.

Rosengård er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með tveimur stigum minna en Gautaborg sem á leik til góða.

Íslendingalið Kristianstad gerði 1-1 jafntefli við Umeå. Svava Rós Guðmundsdóttir spilaði allan leikinn fyrir Kristianstad og Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari liðsins, sem er í fjórða sæti með 12 stig. Sif Atladóttir er einnig á mála hjá Kristianstad en hún er ólétt.

Aron byrjaði fyrir Hammarby
Í úrvalsdeild karla í Svíþjóð kom Aron Jóhannsson inn í byrjunarlið Hammarby sem gerði 1-1 jafntefli við Helsinborg. Jöfnunarmark Hammarby kom á 94. mínútu.

Aron spilaði 64 mínútur en Hammarby er eftir leikinn í sjöunda sæti með 16 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner