Santos, Baleba, Wharton, Anderson, Gallagher og Stiller á lista Man Utd - Rashford vill ganga alfarið í raðir Barcelona
Diljá um óvenjulegu bekkjaraðstöðuna - „Þetta var skrítið“
Sveindís: Veit ekki hvað þær voru að reyna taka úr þessum leik
Glódís Perla: Styrkleiki sem við höfum alltaf haft
Karólína: Þarf að drífa mig inn að fagna
Steini: Hann var búinn að lofa marki
Eric Garcia: Eiður var í einu sterkasta Barcelona liði sögunnar
Óli Valur um tímabilið: Maður lærir mest í mótlæti
Óli stoltur af frammistöðunni: Það er búið að ganga mikið á
Valgeir: Svekkjandi að hann hafi klúðrað á þessum tímapunkti
Karólína: Erfitt að skilja við liðið eftir EM
Glódís um sterka byrjun Bayern - „Á góðu róli en alltaf hægt að gera betur“
Steini býst við agressívum andstæðingum: Mætum til að spila til sigurs
Fóru tvisvar í mat fyrir leikinn - „Ógeðslega gaman"
Bjóst ekki við kallinu í landsliðið - „Mjög skemmtilegt símtal“
Segir lífið í Noregi frábært: Er náttúrulega að lifa drauminn
Vigdís í fyrsta sinn í hópnum - „Markmiðið frá því ég byrjaði í fótbolta“
Sveindís ánægð með Óla Kristjáns - „Mjög hávær og segir sínar skoðanir“
Ólafur Ingi: Pínu súrrealískt allt saman
Höskuldur um brottrekstur Dóra: Þetta var sjokkerandi
Sjáðu það helsta úr spænska: Dramatískur sigur Barcelona og tvö rauð í leik Real
   mán 02. september 2024 21:28
Brynjar Óli Ágústsson
Gunnar Magnús afar sáttur: Þessar stelpur þær hætta ekkert
Kvenaboltinn
<b>Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis.</b>
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Manni líður mjög vel. Þetta voru þrjú risa stór stig,'' segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-2 sigur gegn Stjörnunni í 1. umferð neðri hluta Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Fylkir

„Rosalega ánægður og stoltur af stelpunum, hvað þau lögðu í þennan leik og maður sá hérna lið á vellinum sem ætlaði sér bara að sigur og ætlaði að ná í þessi þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í,''

Fylkir er í harðsbaráttu gegn Tindastól um fallbaráttusæti í Bestu deild kvenna. Þessi þrjú stig hjálpa Fylkir mjög mikið fyrir næsta leik. Gunnar var spurður út í hvort trúin sé alveg enn þá þarna.

„Já algjörlega, það er svolítið síðan við náðum í sigur en það var ekki að sjá á liðinu í dag og við lentum undir á móti bara hörku Stjörnu liði. Þessar stelpur þær hætta ekkert,''

Það er alvöru þrjú stiga leikur í næstu umferð þegar Fylkir spilar gegn Tindastól. GUnnar var spurður út í hvort það væri eitthvað smá stress fyrir þann leik.

„Já, þetta eru bara risa leikir. Þetta er bara úrslitaleikur sem við vorum að spila í dag, það eru tveir úrslitaleikir eftir og það er líka bara gaman að vera keppa svona leiki sem skipta svona miklu máli,''

„Við erum búnar að sýna stöðuga frammistöðu síðustu leikjum og það er ég mjög ánægður með,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir