Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
Eva Stefánsdóttir: Gríðarlega flott FH lið
Natasha: Sögðu bara að við ættum að rífa okkur í gang
Óskar með hausverk fyrir næsta leik: Sagði bara 'af hverju?'
Bryndís Rut: Extra sætt að hefna fyrir tapið í deildinni
Ída Marín: Uppáhalds skotið mitt er að vippa, geri það mikið í Bandaríkjunum
Jóhannes Karl: Þessar breytingar voru allar ósköp eðlilegar
Ali líður vel í Víkinni: Vona að ég get gefið til baka
Heimir fann lausn: Ekki gefa boltann á slæmum stöðum
Sölvi um mörkin: Þetta var góð pressa
Fékk svarið sem hann vildi fá - „Menn setjist á bekkinn og hugsi sinn gang"
Upplifði ógnvekjandi tíma í vetur - „Mjög þakklátur miðað við hvar maður var"
Æsingur eftir leik - „Illa að okkur vegið að saka okkur um að tefja"
Grímsi ósáttur að hafa verið bekkjaður - „Fáránlegt"
   mán 02. september 2024 21:28
Brynjar Óli Ágústsson
Gunnar Magnús afar sáttur: Þessar stelpur þær hætta ekkert
Kvenaboltinn
<b>Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis.</b>
Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

„Manni líður mjög vel. Þetta voru þrjú risa stór stig,'' segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-2 sigur gegn Stjörnunni í 1. umferð neðri hluta Bestu deild kvenna.


Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  2 Fylkir

„Rosalega ánægður og stoltur af stelpunum, hvað þau lögðu í þennan leik og maður sá hérna lið á vellinum sem ætlaði sér bara að sigur og ætlaði að ná í þessi þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í,''

Fylkir er í harðsbaráttu gegn Tindastól um fallbaráttusæti í Bestu deild kvenna. Þessi þrjú stig hjálpa Fylkir mjög mikið fyrir næsta leik. Gunnar var spurður út í hvort trúin sé alveg enn þá þarna.

„Já algjörlega, það er svolítið síðan við náðum í sigur en það var ekki að sjá á liðinu í dag og við lentum undir á móti bara hörku Stjörnu liði. Þessar stelpur þær hætta ekkert,''

Það er alvöru þrjú stiga leikur í næstu umferð þegar Fylkir spilar gegn Tindastól. GUnnar var spurður út í hvort það væri eitthvað smá stress fyrir þann leik.

„Já, þetta eru bara risa leikir. Þetta er bara úrslitaleikur sem við vorum að spila í dag, það eru tveir úrslitaleikir eftir og það er líka bara gaman að vera keppa svona leiki sem skipta svona miklu máli,''

„Við erum búnar að sýna stöðuga frammistöðu síðustu leikjum og það er ég mjög ánægður með,''

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner