„Manni líður mjög vel. Þetta voru þrjú risa stór stig,'' segir Gunnar Magnús Jónsson, þjálfari Fylkis, eftir 1-2 sigur gegn Stjörnunni í 1. umferð neðri hluta Bestu deild kvenna.
Lestu um leikinn: Stjarnan 1 - 2 Fylkir
„Rosalega ánægður og stoltur af stelpunum, hvað þau lögðu í þennan leik og maður sá hérna lið á vellinum sem ætlaði sér bara að sigur og ætlaði að ná í þessi þrjú stig í þessari baráttu sem við erum í,''
Fylkir er í harðsbaráttu gegn Tindastól um fallbaráttusæti í Bestu deild kvenna. Þessi þrjú stig hjálpa Fylkir mjög mikið fyrir næsta leik. Gunnar var spurður út í hvort trúin sé alveg enn þá þarna.
„Já algjörlega, það er svolítið síðan við náðum í sigur en það var ekki að sjá á liðinu í dag og við lentum undir á móti bara hörku Stjörnu liði. Þessar stelpur þær hætta ekkert,''
Það er alvöru þrjú stiga leikur í næstu umferð þegar Fylkir spilar gegn Tindastól. GUnnar var spurður út í hvort það væri eitthvað smá stress fyrir þann leik.
„Já, þetta eru bara risa leikir. Þetta er bara úrslitaleikur sem við vorum að spila í dag, það eru tveir úrslitaleikir eftir og það er líka bara gaman að vera keppa svona leiki sem skipta svona miklu máli,''
„Við erum búnar að sýna stöðuga frammistöðu síðustu leikjum og það er ég mjög ánægður með,''
Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni fyrir ofan.