Mainoo fær nýjan samning - Goretzka og Gomes orðaðir við Man Utd - Bremer og Kerkez við Liverpool
   mán 02. október 2023 12:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segja að upptakan af misskilningnum ótrúlega verði birt
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var skiljanlega pirraður á hliðarlínunni.
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var skiljanlega pirraður á hliðarlínunni.
Mynd: Getty Images
Mikið er rætt um markið sem Luis Diaz skoraði fyrir Liverpool gegn Tottenham um liðna helgi á kaffistofum víða um heim.

Enska dómarasambandið var snöggt að viðurkenna mistök í leiknum. Díaz kom boltanum í netið en ekki var dæmt mark vegna rangstöðu eftir afar snögga athugun í VAR-herberginu.

Í ljós kom að Diaz var réttstæður og að VAR-ákvörðunin var algjörlega byggð á misskilningi. Darren England VAR-dómari hélt að Simon Hooper dómari hefði dæmt mark, þegar hann hafði í raun dæmt rangstöðu.

England skoðaði atvikið í VAR-herberginu og staðfesti það sem hann taldi vera rétta ákvörðun um að dæma mark. Svo kom í ljós að Hooper hafði ekki dæmt mark og því staðfesti England rangan dóm alveg óvart.

Þetta hafði gríðarleg áhrif á leikinn en núna segja ESPN og Daily Mail að dómarasamtökin ætli að opinbera hljóðsamskipti á milli dómaranna í þessu tiltekna atviki. Þá fá áhorfendur að sjá betur hvað gerðist í þessu ótrúlega máli.

Fram kemur á ESPN að VAR-teymið hafi áttað sig á mistökunum sjö sekúndum eftir að leikurinn fór aftur af stað. Mistökin voru það alvarleg að það hefði átt að stöðva leikinn og gefa Liverpool markið.

Það verður svo sannarlega áhugavert að hlusta á upptökuna þegar hún verður birt.
Athugasemdir
banner
banner