Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
   sun 02. desember 2018 08:30
Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson
Mark Hughes: Gott stig gegn góðu liði
Gengi Southampton á tímabilinu hefur ekki verið gott og það hefur verið mikil pressa á Mark Hughes stjóra Southampton, staða hans hjá félaginu ætti þó að vera heldur öruggari eftir 2-2 jafntefli við Manchester United í gær.

„Þetta verður að teljast sem nokkuð góð niðurstaða, við höfum verið að spila vel síðustu vikur en þegar maður er ekki að ná í góð úrslit þá fær maður ekkert hrós fyrir spilamennskuna."

„Við fengum færi til að klára leikinn en þeir áttu líka sín færi. Við vorum með nokkuð góð tök á seinni hálfleiknum og United ógnaði ekki mikið, við getum hrósað sjálfum okkur fyrir það."

„Ég get ekki annað sagt en að ég sé ánægður, þetta var gott stig gegn góðu liði og við þurfum að halda áfram á þessari braut," sagði Hughes að lokum.

Næst á dagskrá hjá Southampton er útileikur gegn Tottenham á miðvikudaginn í ensku úrvalsdeildinni.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner