Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 02. desember 2021 17:08
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Ekki verið tilbúnir að leggja neitt fram sem okkur hefur fundist eðlilegt"
Fram vill fá Róbert frá Þrótti
Róbert Hauksson
Róbert Hauksson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Þróttarar tilkynntu í dag þrjá leikmenn sem þeir vona að muni hjálpa liðinu í baráttunni í 2. deild næsta sumar.

Izaro, Birkir og Dylan Chiazor til liðs við Þrótt (Staðfest)

Eftir síðasta tímabil voru vangaveltur varðandi framtíð tveggja efnilegra leikmanna hjá Þrótti. Þeir Hinrik Harðarson og Róbert Hauksson voru sagðir undir smásjá liða í efri deildum. Hinrik framlengdi samning sinn í nóvember, skrifaði undir þriggja ára samning.

Róbert er tvítugur og skoraði sex mörk í tuttugu leikjum í sumar. Hann er samningsbundinn út tímabilið 2023. Fjallað var um það í íslenska slúðurpakkanum í haust að Róbert myndi líklega yfirgefa Þrótt.

Framarar, sem spila í efstu deild næsta sumar, hafa áhuga á Róberti og hafa boðið í hann í vetur en Þróttarar hafa ekki samþykkt tilboð Framara. Heyrst hefur að Þróttarar vilji fá um 2 milljónir fyrir Róbert.

Fótbolti.net sendi fyrirspurn á formann Þróttar, Kristján Kristjánsson, sem svaraði spurningum er varða Róbert og hans framtíð.

Hvernig er staðan á Róberti Haukksyni? Eru Framarar að sýna honum áhuga? Ætlið þið að halda honum?

„Þetta er enn allt til skoðunar - þeir (Framarar) hafa haft áhuga en ekki verið tilbúnir að leggja neitt fram sem okkur hefur fundist eðlilegt," segir Kristján.

„Auðvitað viljum við helst að Róbert spili fyrir Þrótt, úrvalsgóður leikmaður en skiljum vel að hann hafi metnað til að spila í efstu deildum," bætti Kristján við.
Athugasemdir
banner