Kane, Rashford, Osimhen, Guehi og Alonso eru meðal þeirra sem koma við sögu í slúðrinu
banner
   lau 02. desember 2023 15:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Real Madrid ætlar ekki að kaupa framherja í janúar
Rodrygo og Vinicius Junior
Rodrygo og Vinicius Junior
Mynd: EPA

Real Madrid styrkti ekki framherjastöðuna eftir að Karim Benzema yfirgaf félagið í sumar og gekk til liðs við Al-Ittihad í Sádí-Arabíu.


Rodrygo og Vinicius Junior hafa spilað í fremstu víglínu en þeir kunna best við sig út á kanti en Rodrygo hefur áður tjáð sig um að hann vilji frekar spila á kantinum.

Ancelotti var spurður út í það hvort Real Madrid muni kaupa nýjan framherja í janúar.

„Nýr framherji í janúar? Nei. Félagið byggði upp hópinn í sumar og hann stendur. Allt er í góðu lagi," sagði Ancelotti.


Athugasemdir
banner
banner
banner