Barcelona vill fá Kane - Wharton efstur á lista Chelsea - Endrick lánaður til Lyon
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
   fös 03. mars 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varð að fara frá Sviss - Ísland besti kosturinn og leist best á KR
Jakob Franz
Jakob Franz
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Franz Pálsson, leikmaður Venezia á Ítalíu, er genginn í raðir KR á láni út tímabilið 2023. Jakob er uppalinn Þórsari, unglingalandsliðsmaður, sem hefur undanfarin tvö ár verið á mála hjá ítalska félaginu.

„Mér leist vel á KR, tók gott samtal áður en ég kláraði þetta. Það er fínasta þjálfarateymi og leikmenn, þetta lítur vel út. Ég talaði við Bjarna (Guðjóns) og framtíðin lítur vel út þarna. Ég ákvað að taka sénsinn," sagði Jakob við Fótbolta.net í dag.

„Ég er mjög spenntur að vinna með Rúnari Kristins, líst mjög vel á hann sem þjálfara og líka Ole Martin aðstoðarþjálfara. Þeir eru mjög taktískir og þetta verður mjög spennandi sumar."

En af hverju er Jakob kominn til Íslands?

„Ég fór til Sviss eftir síðasta sumar og það gekk ekkert það vel. Ég vildi koma til Íslands og sjá hvernig það myndi fara. Það voru tveir-þrír aðrir kostir á Íslandi en mér leist best á KR. Síðan er þægilegt að koma aðeins heim, vera með fjölskyldu og kærustunni sem maður er búinn að vera í fjarsambandi með. Það er geggjað að geta núna verið saman hér á Íslandi, bý núna hjá fjölskyldu hennar í Keflavík og mér líður vel."

Jakob var lánaður til FC Chiasso í Sviss síðasta sumar. Chiasso var í þriðju efstu deild í Sviss. Af hverju gengu hlutirnir ekki upp þar?

„Það var alls konar vesen hjá klúbbnum, núna er klúbburinn farinn á hausinn. Í nóvember var ekkert annað í stöðunni en að finna einhvern annan klúbb og Ísland var besti kosturinn fyrir mig og framtíðina."

Hann hefur á sínum ferli mest spilað sem hægri bakvörður en hefur að undanförnu einnig spilað sem miðvörður. „Það er fínt að hafa meira en eina stöðu sem ég get spilað. Ég prófaði aðeins í Sviss að vera í hafsent og spilaði með U21 gegn Skotlandi sem hafsent. Það er fínt að geta haft það í vopnabúrinu."

Eins og það lítur út núna verður Jakob í samkeppni við Kennie Chopart um sæti í KR liðinu ef horft er á hægri bakvarðarstöðuna og þá Finn Tómas Pálmason, Pontus Lindgren og Grétar Snæ Gunnarsson um sæti í liðinu sem miðvörður.

„Mér líst vel á samkeppnina, þetta eru sterkir leikmenn og frábær varnarlína. Það er gaman að komast inn í þá samkeppni og reyna fá mínútur. Ég er spenntur og hlakka til að spila með strákunum," sagði Jakob.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Þar má heyra svör hans varðandi spurningar um tímann hjá Venezia til þessa.
Athugasemdir
banner
banner