Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
Árni Marínó: Einhver örvænting þessir boltar hjá þeim
Lárus Orri: Förum ekki á útivöll og óskum eftir því að fá svart gúmmí í gervigrasið
Áhyggjulaus þrátt fyrir tvö töp í röð - „Skagamenn verða að eiga það við sjálfa sig“
Alex Freyr: Viljum enda í topp 6
Jökull: Vorum hægir og fyrirsjáanlegir
Spenntur fyrir nýjum leikmanni sem verður kynntur á morgun
Höskuldur: Verður allt annar leikur hér á Kópavogsvelli
„Búnir að fá æfingu í því í 11 leikjum af 14"
Skoraði sitt fyrsta mark á ferlinum með skoti fyrir aftan miðju
Siggi Hall: Þeir brotnuðu og við gengum á lagið
Haddi eftir 5-0 tap: Svekktir fyrsta klukkutímann á leiðinni heim
Björn Daníel skaut á „gömlu kallana“ í Stúkunni - „Aldrei spilað á svona góðu grasi“
Kjartan Henry: Hlakka til að horfa á leikinn aftur
Gústi Gylfa: Eins og Þorgrímur Þráins sagði, varnarleikur vinnur leiki
„Örugglega það besta sem ég hef séð frá honum síðan ég kom"
Rúnar: Ætlum ekki að fara grenja yfir því að hafa tapað
Partí á Ísafirði í kvöld - „Vonandi sletta þeir aðeins úr klaufunum"
Alli Jói: Pabbi hringdi í mig og skammaði mig eftir leik
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
   fös 03. mars 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varð að fara frá Sviss - Ísland besti kosturinn og leist best á KR
Jakob Franz
Jakob Franz
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Franz Pálsson, leikmaður Venezia á Ítalíu, er genginn í raðir KR á láni út tímabilið 2023. Jakob er uppalinn Þórsari, unglingalandsliðsmaður, sem hefur undanfarin tvö ár verið á mála hjá ítalska félaginu.

„Mér leist vel á KR, tók gott samtal áður en ég kláraði þetta. Það er fínasta þjálfarateymi og leikmenn, þetta lítur vel út. Ég talaði við Bjarna (Guðjóns) og framtíðin lítur vel út þarna. Ég ákvað að taka sénsinn," sagði Jakob við Fótbolta.net í dag.

„Ég er mjög spenntur að vinna með Rúnari Kristins, líst mjög vel á hann sem þjálfara og líka Ole Martin aðstoðarþjálfara. Þeir eru mjög taktískir og þetta verður mjög spennandi sumar."

En af hverju er Jakob kominn til Íslands?

„Ég fór til Sviss eftir síðasta sumar og það gekk ekkert það vel. Ég vildi koma til Íslands og sjá hvernig það myndi fara. Það voru tveir-þrír aðrir kostir á Íslandi en mér leist best á KR. Síðan er þægilegt að koma aðeins heim, vera með fjölskyldu og kærustunni sem maður er búinn að vera í fjarsambandi með. Það er geggjað að geta núna verið saman hér á Íslandi, bý núna hjá fjölskyldu hennar í Keflavík og mér líður vel."

Jakob var lánaður til FC Chiasso í Sviss síðasta sumar. Chiasso var í þriðju efstu deild í Sviss. Af hverju gengu hlutirnir ekki upp þar?

„Það var alls konar vesen hjá klúbbnum, núna er klúbburinn farinn á hausinn. Í nóvember var ekkert annað í stöðunni en að finna einhvern annan klúbb og Ísland var besti kosturinn fyrir mig og framtíðina."

Hann hefur á sínum ferli mest spilað sem hægri bakvörður en hefur að undanförnu einnig spilað sem miðvörður. „Það er fínt að hafa meira en eina stöðu sem ég get spilað. Ég prófaði aðeins í Sviss að vera í hafsent og spilaði með U21 gegn Skotlandi sem hafsent. Það er fínt að geta haft það í vopnabúrinu."

Eins og það lítur út núna verður Jakob í samkeppni við Kennie Chopart um sæti í KR liðinu ef horft er á hægri bakvarðarstöðuna og þá Finn Tómas Pálmason, Pontus Lindgren og Grétar Snæ Gunnarsson um sæti í liðinu sem miðvörður.

„Mér líst vel á samkeppnina, þetta eru sterkir leikmenn og frábær varnarlína. Það er gaman að komast inn í þá samkeppni og reyna fá mínútur. Ég er spenntur og hlakka til að spila með strákunum," sagði Jakob.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Þar má heyra svör hans varðandi spurningar um tímann hjá Venezia til þessa.
Athugasemdir
banner