Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   fös 03. mars 2023 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Varð að fara frá Sviss - Ísland besti kosturinn og leist best á KR
Jakob Franz
Jakob Franz
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jakob Franz Pálsson, leikmaður Venezia á Ítalíu, er genginn í raðir KR á láni út tímabilið 2023. Jakob er uppalinn Þórsari, unglingalandsliðsmaður, sem hefur undanfarin tvö ár verið á mála hjá ítalska félaginu.

„Mér leist vel á KR, tók gott samtal áður en ég kláraði þetta. Það er fínasta þjálfarateymi og leikmenn, þetta lítur vel út. Ég talaði við Bjarna (Guðjóns) og framtíðin lítur vel út þarna. Ég ákvað að taka sénsinn," sagði Jakob við Fótbolta.net í dag.

„Ég er mjög spenntur að vinna með Rúnari Kristins, líst mjög vel á hann sem þjálfara og líka Ole Martin aðstoðarþjálfara. Þeir eru mjög taktískir og þetta verður mjög spennandi sumar."

En af hverju er Jakob kominn til Íslands?

„Ég fór til Sviss eftir síðasta sumar og það gekk ekkert það vel. Ég vildi koma til Íslands og sjá hvernig það myndi fara. Það voru tveir-þrír aðrir kostir á Íslandi en mér leist best á KR. Síðan er þægilegt að koma aðeins heim, vera með fjölskyldu og kærustunni sem maður er búinn að vera í fjarsambandi með. Það er geggjað að geta núna verið saman hér á Íslandi, bý núna hjá fjölskyldu hennar í Keflavík og mér líður vel."

Jakob var lánaður til FC Chiasso í Sviss síðasta sumar. Chiasso var í þriðju efstu deild í Sviss. Af hverju gengu hlutirnir ekki upp þar?

„Það var alls konar vesen hjá klúbbnum, núna er klúbburinn farinn á hausinn. Í nóvember var ekkert annað í stöðunni en að finna einhvern annan klúbb og Ísland var besti kosturinn fyrir mig og framtíðina."

Hann hefur á sínum ferli mest spilað sem hægri bakvörður en hefur að undanförnu einnig spilað sem miðvörður. „Það er fínt að hafa meira en eina stöðu sem ég get spilað. Ég prófaði aðeins í Sviss að vera í hafsent og spilaði með U21 gegn Skotlandi sem hafsent. Það er fínt að geta haft það í vopnabúrinu."

Eins og það lítur út núna verður Jakob í samkeppni við Kennie Chopart um sæti í KR liðinu ef horft er á hægri bakvarðarstöðuna og þá Finn Tómas Pálmason, Pontus Lindgren og Grétar Snæ Gunnarsson um sæti í liðinu sem miðvörður.

„Mér líst vel á samkeppnina, þetta eru sterkir leikmenn og frábær varnarlína. Það er gaman að komast inn í þá samkeppni og reyna fá mínútur. Ég er spenntur og hlakka til að spila með strákunum," sagði Jakob.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst. Þar má heyra svör hans varðandi spurningar um tímann hjá Venezia til þessa.
Athugasemdir
banner