Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 03. apríl 2020 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne: Þurfum annað undirbúningstímabil
De Bruyne, 28 ára, hefur skorað 50 mörk í 209 leikjum fyrir Man City og lagt upp heilan helling til viðbótar.
De Bruyne, 28 ára, hefur skorað 50 mörk í 209 leikjum fyrir Man City og lagt upp heilan helling til viðbótar.
Mynd: Getty Images
Óljóst er hvenær knattspyrnuheimurinn getur farið aftur af stað og býst Kevin De Bruyne, miðjumaður Manchester City, ekki við að það muni gerast í bráð.

Leikmenn hafa verið án fótbolta í heilan mánuð og telur De Bruyne þriggja til fjögurra vikna undirbúningstímabil vera nauðsynlegt til að forðast að sjá leikmenn hrynja niður vegna meiðsla.

„Ég hef ekki hugmynd um hvenær við byrjum að spila aftur. Ef við erum stopp í sex vikur þá þurfum við þrjár til fjórar vikur til að koma okkur aftur í stand. Ef við förum beint af stað og byrjum að spila fótbolta þá munu allir vera meiddir eftir nokkra leiki," sagði De Bruyne.

„Það er varla nógu mikið pláss á dagatalsárinu til að fresta leiktíðinni án þess að það hafi skaðleg áhrif á næstu leiktíðir.

„Ég vil klára þetta tímabil en það verður kannski ekki hægt. Við gætum þurft að slútta þessari leiktíð til að hún eyðileggi ekki líka næstu leiktíð."

Athugasemdir
banner
banner
banner