Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 15:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Vestri spilar fyrsta heimaleikinn í Reykjavík - „Sýnum liðum skilning"
Vestri byrjar á heimaleik í Reykjavík.
Vestri byrjar á heimaleik í Reykjavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Frá æfingum Vestra.
Frá æfingum Vestra.
Mynd: Aðsend
Vestramenn eru að mæta upp í Bestu deildina sem nýliðar og er það núna komið í ljós að fyrsti heimaleikur liðsins verður spilaður í Laugardalnum í Reykjavík, á heimavelli Þróttar.

Vestri byrjar á þremur útileikjum gegn Fram, Breiðabliki og KA. Svo er komið að fyrsta "heimaleiknum" þann 28. apríl gegn HK. Búið er að færa þann leik frá Ísafirði í Laugardalinn en Kerecisvöllurinn fyrir vestan verður ekki leikfær á þeim tíma.

„Það eru engar líkur á því að þessi leikur fari fram á Vestfjörðum því það er allt á kafi í snjó og framkvæmdir - að setja hitalagnir, steypa púða og leggja gervigras - eru ekki hafnar," sagði Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, við Fótbolta.net.

„Við sýnum liðum skilning sem þurfa að ferðast og bóka flug því við þekkjum þetta. Við ákváðum að ganga frá þessum leik sem fyrst og heyrðum í vini okkar hjá Þrótti sem ætla að hýsa okkur."

Stefnan er að spila heima gegn. Víkingi í fimmtu umferð þann 20. maí.

„Þá ætlum við að spila fyrsta heimaleikinn. Það er 3. apríl í dag og þetta eru tæpir tveir mánuðir. Þetta verður alltaf klárt þá," segir Sammi og bókar fyrsta alvöru heimasigurinn þar, en verið er að vinna í því að bæta aðstöðuna á Ísafirði - aðstöðu sem hefur í raun verið til skammar í mörg ár.

Það er óhætt að segja að Sammi sé spenntur fyrir því að hefja leik í Bestu deildinni en fyrsti leikur liðsins er gegn Fram í Úlfarsárdal næstkomandi sunnudag. Vestra er spáð tíunda sæti í spá Fótbolta.net fyrir Bestu deildina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner