West Ham blandar sér í baráttu um Soule - City hefur áhuga á Donnarumma - PSG vill leikmenn Man Utd
banner
banner
miðvikudagur 24. júlí
Besta-deild kvenna
mánudagur 22. júlí
Besta-deild karla
föstudagur 19. júlí
Lengjudeild kvenna
Besta-deild kvenna
Lengjudeild kvenna
þriðjudagur 16. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
Undankeppni EM kvenna
mánudagur 15. júlí
Besta-deild karla
sunnudagur 14. júlí
Úrslitaleikur EM
Besta-deild karla
föstudagur 12. júlí
Undankeppni EM kvenna
þriðjudagur 9. júlí
Forkeppni Meistaradeildarinnar
mánudagur 8. júlí
2. deild karla
Besta-deild karla
Lengjudeild karla
mánudagur 1. júlí
Lengjudeild kvenna
laugardagur 29. júní
Mjólkurbikar kvenna
þriðjudagur 23. júlí
CHAMPIONS LEAGUE: Second qualifying round
Bodo-Glimt (Norway) 4 - 0 Rigas FS (Latvia)
Panevezys (Lithuania) 0 - 4 Jagiellonia (Poland)
Lincoln (Gibraltar) 0 - 2 Qarabag
APOEL (Cyprus) 1 - 0 Petrocub (Moldova)
Malmo FF (Sweden) 4 - 1 KI Klaksvik (Faroe Islands)
Steaua (Romania) 1 - 1 Maccabi Tel Aviv (Israel)
Dynamo K. (Ukraine) 6 - 2 Partizan (Serbia)
Ferencvaros (Hungary) 5 - 0 TNS (Wales)
UE Santa Coloma (Andorra) 0 - 3 Midtjylland (Denmark)
Lugano (Switzerland) 3 - 4 Fenerbahce (Turkey)
Shamrock (Ireland) 0 - 2 Sparta Prag
EUROPA CONFERENCE LEAGUE: Second qualifying round
Differdange 1 - 0 Ordabasy
Ballkani 0 - 0 Hamrun Spartans
Virtus 0 - 0 Flora
mið 27.mar 2024 16:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

Spá Fótbolta.net - 10. sæti: Vestri

Sérfræðingar Fótbolta.net spá því að nýliðar Vestra muni enda í tíunda sæti Bestu deildarinnar í sumar. Álitsgjafar spá í deildina en þeir raða liðunum upp í röð og það lið sem er í efsta sæti fær 12 stig, annað sæti 11 og svo koll af kolli niður í tólfta sæti sem gefur eitt stig. Vestri er að koma upp og mun halda sér uppi ef spáin rætist.

Vestri spilar í Bestu deildinni í sumar.
Vestri spilar í Bestu deildinni í sumar.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sætinu í efstu deild fagnað.
Sætinu í efstu deild fagnað.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Davíð Smári Lamude, þjálfari Vestra.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Andri Rúnar Bjarnason fagnar hér sætinu í Bestu deildinni en hann er mættur heim.
Andri Rúnar Bjarnason fagnar hér sætinu í Bestu deildinni en hann er mættur heim.
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron skipti yfir í Vestra.
Eiður Aron skipti yfir í Vestra.
Mynd/Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Markvörðurinn William Eskelinen.
Markvörðurinn William Eskelinen.
Mynd/Getty Images
Fyrirliðinn Elmar Atli Garðarsson er mikilvægur.
Fyrirliðinn Elmar Atli Garðarsson er mikilvægur.
Mynd/Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Hvað gera Vestramenn í sumar?
Hvað gera Vestramenn í sumar?
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd/Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. ?
10. Vestri, 34 stig
11. Fylkir, 24 stig
12. HK, 14 stig

Um liðið: „Konan mín vitnaði í eitthvað viðtal við mig sem var tekið 2009. Þar talaði ég um tvö markmið í lífinu: Að giftast henni og að koma Vestra upp í efstu deild. Þetta hefur lengi verið á stefnuskránni," sagði Samúel Samúelsson, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Vestra, í samtali við Fótbolta.net síðasta haust nokkrum dögum eftir að Vestri hafði tryggt sér sæti í Bestu deildinni. Draumurinn náðist og í sumar mun Vestra spila í deild þeirra bestu. Það verður gaman að fá nýjan landshluta upp í deildina en Vestramenn eru ekki komnir bara til að vera með, þeir ætla að valda usla.

Þjálfarinn: Sá sem kom Vestra upp í Bestu deildina er Davíð Smári Lamude. Hann gerði afar eftirtektarverða hluti með Kórdrengi áður en hann tók við Vestra fyrir síðasta tímabil. Hann leggur mikið upp úr öflugum varnarleik, mikilli baráttu, föstum leikatriðum og vel útfærðum skyndisóknum. Og er með mikla ástríðu fyrir sínu starfi.

Fótbolti.net fær sérfræðingana Einar Guðnason og Harald Árna Hróðmarsson til að rýna í styrkleika, veikleika og annað hjá liðunum sem spila í Bestu deildinni í sumar. Einar, sem er fyrrum aðstoðarþjálfari Víkinga, fer yfir það helsta hjá Vestra.

Styrkleikar: Helstu styrkleikar liða sem Davíð Smári stýrir eru samheldni og sterkur varnarleikur. Ég reikna með að það sama verði uppi á tengingnum hjá Vestraliðinu í sumar enda hafa þeir verlsað vel inn í öftustu stöður vallarins. Stemningin í bænum fyrir fyrsta efstu deildar sumri síðan Atli Einarsson var að stinga menn af er væntanlega frábær og mun það hjálpa liðinu.

Veikleikar: Það að Vestri hafi ekki haft æfingaaðstöðu í sumar er ótrúlegt og sæmir ekki efstu deildar liði og gæti gert það að verkum að Vestramenn verða lengur að spila sig í gang en önnur lið. Eins gæti það háð þeim að geta ekki spilað á heimavelli í byrjun móts þar sem heimavöllurinn er ekki tilbúinn. Það mun alla vega ekki hjálpa þeim að ná góðri byrjun sem er gríðarlega mikilvægt fyrir nýliða. Sorglegt ef það verður niðurstaðan.

Lykilmenn: Andri Rúnar Bjarnason, kannski ekki frumlegt val en nærvera hans mun hjálpa liðinu og öllum sem að því koma. Heimamaður sem kann þá list að skora mörk betur en flestir aðrir í deildinni. Vonandi verður hann í standi í sumar. Eiður Aron Sigurbjörnsson, er nýkominn til liðsins frá ÍBV. Hæfileikaríkur og reynslumikill hafsent sem myndi styrkja flest lið í deildinni. Ég þekki William Eskelinen ágætlega sjálfur og ég get ekki séð að það verði margir markverðir í deildinni betri en hann í sumar. Með góða vörn fyrir framan sig mun Eskelinen ekki sleppa mörgum boltum inn.

Leikmaður sem á að fylgjast með: Ibrahima Balde, senegalskur miðjumaður sem er tæpir tveir metrar á hæð, hrikalega sterkur og tæknilega góður.

Komnir:
Andri Rúnar Bjarnason frá Val
Jeppe Gertsen frá Danmörku
Pétur Bjarnason frá Fylki
William Eskelinen frá Örebro
Friðrik Þórir Hjaltason frá KFK
Gunnar Jónas Hauksson frá Gróttu
Eiður Aron Sigurbjörnsson frá ÍBV

Farnir
Deniz Yaldir til Svíþjóðar
Rafael Broetto
Mikkel Jakobsen
Iker Hernandez Ezquerro til Spánar
Grímur Andri Magnússon
Guðmundur Páll Einarsson til KFG

Dómur Einars fyrir gluggann: 7,5, þeir hafa styrkt framlínuna vel, reyndar verið óheppnir með meiðsl í vetur sem hefur aðeins skekkt gluggann þeirra en brugðust vel við því. Þyrftu kannski að ná inn meiri breidd og mögulega skapandi leikmann á miðsvæðið.

Leikmannalisti:
1. Marvin Darri Steinarsson (m)
12. Benedikt Jóhann Þ. Snædal (m)
30. William Eskelinen (m)
2. Morten Ohlsen
3. Elvar Baldvinsson
4. Fatai Gbadamosi
6. Ibrahima Balde
7. Vladimir Tufegdzic
8. Daníel Agnar Ásgeirsson
9. Andri Rúnar Bjarnason
10. Nacho Gil
11. Benedikt Warén
15. Guðmundur Arnar Svavarsson
16. Ívar Breki Helgason
17. Gunnar Jónas Hauksson
19. Pétur Bjarnason
20. Jeppe Gertsen
21. Tarik Ibrahimagic
22. Elmar Atli Garðarsson
23. Silas Songani
26. Friðrik Þórir Hjaltason
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Sergine Modou FallFyrstu fimm leikir Vestra:
7. apríl, Fram - Vestri (Lambhagavöllurinn)
13. apríl, Breiðablik - Vestri (Kópavogsvöllur)
21. apríl, KA - Vestri (Greifavöllurinn)
28. apríl, Vestri - HK (Kerecisvöllurinn)
4. maí, FH - Vestri (Kaplakrikavöllur)

Í besta og versta falli: Ef allt gengur upp hjá Vestra og þeirra bestu menn sleppa við meiðsli gætu þeir verið í baráttu um Forsetabikarinn. Í versta falli fara þeir niður en það verður þó alltaf tæpt, 11. sæti.

Spámennirnir: Aksentije Milisic, Anton Freyr Jónsson, Arnar Laufdal, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Haraldur Örn Haraldsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Stefán Marteinn Ólafsson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke, Tómas Þór Þórðarson og Valur Gunnarsson.
Athugasemdir
banner
banner