Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 03. maí 2021 16:16
Elvar Geir Magnússon
Verða án Emils í átta vikur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Emil Ásmundsson verður frá í átta vikur en hann þurfti að fara undir hnífinn vegna liðþófameiðsla.

Þetta sagði Rúnar Kristinsson í viðtali við Fótbolta.net eftir sigur KR-inga gegn Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni í gær.

Emil gekk í raðir KR eftir tímabilið 2019, frá Fylki, en hefur enn ekki náð að spila fyrir KR á Íslandsmótinu.

Hann sleit krossband í janúar á síðasta ári en þá festi hann takkana í gervigrasinu í Egilshöll.

Hann jafnaði sig af þeim meiðslum og lék með KR á undirbúningstímabilinu en er nú kominn aftur á meiðslalistann.
Rúnar Kristins: Maður var aldrei rólegur
Athugasemdir
banner
banner